Hoppa yfir valmynd
5. október 2000 Matvælaráðuneytið

Norsk Hydro á Íslandi

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 18/2000




Fulltrúar íslenskra stjórnvalda áttu í dag gagnlegar og ánægjulegar viðræður við fulltrúa norska fyrirtækisins Norsk Hydro. Rætt var ítarlega um stöðu verkefnis sem fjallað var um í svokallaðri Noral-yfirlýsingu frá 24. maí 2000.

· Staðfest er að undirbúningur Noral-verkefnisins gangi vel og framvinda þess sé í fullu samræmi við yfirlýsingu þar að lútandi. Aðilar málsins hvika ekki frá markmiðum sem þar er lýst.
· Mat á arðsemi álvers í Reyðarfirði bendir til að fyrirtækið verði hagkvæmur fjárfestingarkostur en marga þætti þessa umfangsmikla máls þarf að kanna frekar áður en unnt er að taka endanlega ákvörðun um framhaldið í byrjun árs 2002.
· Ný skýrsla um efnahagsleg áhrif Noral-verkefnisins er mikilvægur áfangi í undirbúningsferlinu en þörf er á frekari athugunum á efnahags- og samfélagsáhrifum framkvæmdanna, einkum varðandi samfélagið á Austurlandi.

Reykjavík, 5. október 2000

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta