Rjúpnaveiði haustið 2000
Næstkomandi sunnudag þann 15. október hefst veiðitímabil rjúpu. Að því tilefni vill ráðuneytið vekja athygli á að vegna rannsókna á vetraraföllum rjúpna er óheimilt að veiða rjúpu haustið 2000 á svæði austan Eyjafjarðar sem afmarkast af strönd Eyjafjarðar í vestri, vegi um Víkurskarð í suðri, Fnjóská í austri og slóða norður á Flateyjardal til sjávar. Norðurmörkin fylgja ströndinni.
Þá eru einnig áfram óheimilar veiðar á rjúpu á því svæði sem friðað var tímabundið í fyrra í nágrenni Reykjavíkur.
Ráðuneytið vekur jafnframt athygli á að skv. ákvæði laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, eru veiðar á eignarlöndum háðar leyfi landeigenda eða landnotenda. Þá mega þeir aðeins stunda veiðar sem hafa gilt veiðikort og skotvopnaleyfi.
Fréttatilkynning nr. 18/2000
Umhverfisráðuneytið