Hoppa yfir valmynd
27. október 2000 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Kynningarbæklingur um NORDBAS

Til grunn- og framhaldsskóla og fl. aðila


Kynningarbæklingur um NORDBAS

Hjálagður er kynningarbæklingur um NORDBAS, þ.e. gagnagrunn með upplýsingum um norrænar rannsóknir á hvernig nýbúar tileinka sér þjóðtungu landsins og á móðurmáli minnihlutahópa á Norðurlöndum.

NORDBAS grunnurinn var byggður upp af norrænum vinnuhópi um málefni tvítyngdra nemenda. Gagnagrunnurinn verður uppfærður með jöfnu millibili af norrænum fræðimönnum á sviði tvítyngi.

Stærsti hluti gagnagrunnsins eru útdrættir af norrænum rannsóknum um
    • móðurmál og tvítyngi
    • hvernig börn og unglingar af erlendum uppruna læra þjóðtungu landsins
    • hvernig fullorðnir nýbúar læra þjóðtungu landsins

Hægt er að leita í gagnagrunninum með hjálp fjölmargra leitarorða.

Slóðin er: www.nifin.helsinki.fi/nordbas
Einnig er hægt að nálgast þennan grunn af heimasíðu menntamálaráðuneytisins: www.mrn.stjr.is

Þess er vænst að hjálagður bæklingur verði kynntur með viðeigandi hætti með von um að gagnagrunnurinn geti nýst þeim sem fást við kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku hér á landi.
(Október 2000)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta