Nr. 091, 10. nóvember 2000. Ný húsakynni sendiráðs Íslands í London
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
________
Nr. 091
Í dag opnaði Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, með formlegum hætti ný húsakynni sendiráðs Íslands í London að 2A Hans Street í Knightsbridge hverfinu. Meðal viðstaddra við opnunina var einnig Niels Helveg Petersen, utanríkisráðherra Danmerkur, og færði hann af þessu tilefni sendiráðinu forláta skjaldarmerki að gjöf frá þeim tíma er Ísland var hluti konungsríkisins Danmerkur. Héldu utanríkisráðherrarnir ræður af þessu tilefni að viðstöddum fjölda gesta.
Hin nýju húsakynni sendiráðsins eru í sömu byggingu og danska sendiráðið í London, en sú bygging var hönnuð af danska arkitektinum Arne Jacobsen. Húsgögn og innanstokksmunir sendiráðsins eru hins vegar íslensk hönnun og framleiðsla.
Nýtt póstfang sendiráðs Íslands í London er eftirfarandi:
2A Hans Street
London SW1X OJE
S: +44 (0)20 7259 3999
Fax: +44 (0)20 7245 9649
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 10. nóvember 2000.