Nr. 093, 16. nóvember 2000. Heimsókn Aleksandar Dimitrov utanríkisráðherra Makedóníu.
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
Nr. 093
Aleksandar Dimitrov, utanríkisráðherra Makedóníu, kemur í vinnuheimsókn til Íslands 17.-18. nóvember næstkomandi í boði Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra.
Á samráðsfundi utanríkisráðherranna í Þjóðmenningarhúsinu á morgun verða samskipti Íslands og Makedóníu efst á baugi en ráðherrarnir munu jafnframt ræða öryggismál í Evrópu og ástandið á Balkanskaga auk annarra alþjóðamála.
Utanríkisráðherrar Íslands og Makedóníu boða til blaðamannafundar í kjölfar vinnufundarins er hefst kl. 17.15 í fundarsal á 2. hæð í Þjóðmenningarhúsi.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 16. nóvember 2000.