Hoppa yfir valmynd
16. nóvember 2000 Utanríkisráðuneytið

Nr. 093, 16. nóvember 2000. Heimsókn Aleksandar Dimitrov utanríkisráðherra Makedóníu.

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu



Nr. 093


Aleksandar Dimitrov, utanríkisráðherra Makedóníu, kemur í vinnuheimsókn til Íslands 17.-18. nóvember næstkomandi í boði Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra.

Á samráðsfundi utanríkisráðherranna í Þjóðmenningarhúsinu á morgun verða samskipti Íslands og Makedóníu efst á baugi en ráðherrarnir munu jafnframt ræða öryggismál í Evrópu og ástandið á Balkanskaga auk annarra alþjóðamála.

Utanríkisráðherrar Íslands og Makedóníu boða til blaðamannafundar í kjölfar vinnufundarins er hefst kl. 17.15 í fundarsal á 2. hæð í Þjóðmenningarhúsi.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 16. nóvember 2000.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta