Hoppa yfir valmynd
22. nóvember 2000 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ræða umhverfisráðherra á aðildarríkjaþingi rammasamnings S.þ. í Haag

Í gær, 21. nóvember, flutti Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra ræðu á ráðherrafundi loftslagsfundar aðildarríkja rammasamnings S.þ. sem nú stendur yfir í Haag.

Í máli sínu lagði ráðherra ríka áherslu á að aukin notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum væri ein mikilvægasta einstaka aðgerðin til þess að minnka hlut gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Umhverfisráðherra til tók í ræðu sinni að Íslands hefði um langa hríð lagt áherslu á endurnýjanlega orkugjafa og að 2/3 hlutar allrar þeirrar orku sem notuð væri hérlendis kæmi frá jarðvarma eða vatnsafli.

Ráðherra lagði í ræðu sinni áherslu á að reglur þær sem gengið yrði frá á fundinum tryggðu fullnægjandi eftirlit með framkvæmd Kyoto-bókunarinnar og að sveigjanleikaákvæði hennar yrðu þannig að framkvæmdin yrði sem hagkvæmust. Minnkun skógareyðingar og aukin binding kolefnis í gróðri væru mikilvægar aðgerðir til að vinna gegn gróðurhúsaáhrifum, en reglur til að meta þessa þætti yrðu að vera skýrar, gegnsæjar og framkvæmanlegar.

Að lokum lagði umhverfisráðherra áherslu á í ræðu sinni að niðurstaða fundarins í Haag yrði að tryggja að öll Annex-B ríki bókunarinnar (iðnríkin og ríki A-Evrópu) gætu staðfest bókunina sem fyrst.

Sjötta aðildarríkjaþingi rammasamnings S.þ. í Haag lýkur á laugardag.

Fréttatilkynning nr. 23/2000
Umhverfisráðuneytið


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta