Hoppa yfir valmynd
23. nóvember 2000 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Dr. Björn Karlsson skipaður brunamálastjóri

Umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, hefur ákveðið að skipa Dr. Björn Karlsson, verkfræðing, Lundi, Svíþjóð, í stöðu brunamálastjóra frá og með 1. janúar nk. til næstu fimm ára í samræmi við lög um brunavarnir nr. 75/2000. Dr. Björn stundaði verkfræðinám við Edinborgarháskóla og Háskólann í Lundi með sérstakri áherslu á "brunaverkfræði" (Fire Safety Engineering) og áhættugreiningu og áhættustjórnun á brunavarnasviði. Dr. Björn starfar nú sem lektor við Háskólann í Lundi og annast kennslu og stjórnar námi við skólann á brunavarnasviði. Hafa margir slökkviliðsstjórar, þ. á. m. nokkrir íslenskir, notið leiðsagnar hans. Dr. Björn hefur víðtæka þekkingu á málaflokknum.

 

Fréttatilkynning nr. 24/2000
Umhverfisráðuneytið



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta