Nr. 095, 28.11.2000 Undirritun fríverslunarsamnings EFTA og Mexíkó
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
________
Nr. 095
Síðla dags í gær, mánudaginn 27. nóvember, skrifaði Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra undir fríverslunarsamning EFTA ríkjanna við Mexikó fyrir hönd Íslands sem nú gegnir formensku í samtökunum. Samningurinn gefur íslenskum útflytendum tækifæri til að sækja á ný mið, því innlend framleiðsla í Mexíkó er nú vernduð með háum tollum. Í kjölfar samningsins munu tollar á sjávarafurðum og iðnaðarvörum falla niður, ýmist við gildistöku samnings eða í áföngum á nokkrum árum.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 27. nóvember 2000.