Hoppa yfir valmynd
8. desember 2000 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisráðherra staðfestir úrskurð skipulagsstjóra ríkisins um mat á umhverfisáhrifum Upphéraðs- og Norðurdalsvegar.

Umhverfisráðherra hefur staðfest úrskurð skipulagsstjóra ríkisins, frá 5. júlí 2000, um mat á umhverfisáhrifum Upphéraðs- og Norðurdalsvegar, Atlavík - Teigsbjarg í Fljótsdal. Tvær kærur bárust ráðuneytinu í kjölfar úrskurðar skipulagsstjóra.

Í úrskurði skipulagsstjóra var fallist á fyrirhugaða lagningu Upphéraðs - og Norðurdalsvegar frá Atlavík á Austur-Héraði að Teigsbjargi í Fljótsdalshreppi eins og henni er lýst í frummatsskýrslu Vegagerðarinnar og með þeim mótvægisaðgerðum sem lýst er í 5. kafla úrskurðarins.

Meðfylgjandi er úrskurður ráðuneytisins.

Fréttatilkynning nr. 25/2000
Umhverfisráðuneytið


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta