Nýr aðstoðarmaður forsætisráðherra
Frétt nr.: 28/2000
Illugi Gunnarsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður forsætisráðherra. Illugi er 33 ára hagfræðingur frá Háskóla Íslands og lauk hann nýverið prófi í rekstrarhagfræði frá London Business School.
Á námsárum sínum sat Illugi í Háskólaráði fyrir hönd stúdenta og í Stúdentaráði sem fulltrúi Vöku - félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Einnig hefur hann tekið þátt í starfi ungra sjálfstæðismanna, m.a. sem formaður Heimdallar. Áður en hann hélt til náms í Bretlandi starfaði hann m.a. hjá Háskóla Íslands og Vestfirskum skelfiski á Flateyri.
Sambýliskona Illuga er Brynhildur Einarsdóttir.
Í Reykjavík, 11. desember 2000.