Hoppa yfir valmynd
21. desember 2000 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Afkoma ríkissjóðs fyrstu ellefu mánuði ársins 2000. Greinargerð 21. desember 2000


Nú liggja fyrir tölur um afkomu ríkissjóðs fyrstu ellefu mánuði ársins 2000. Þær eru á greiðslugrunni og því ekki sambærilegar við fjárlög ársins, en þau eru sett fram á rekstrargrunni. Engu að síður gefa þessar tölur góða vísbendingu um þróun ríkisfjármála það sem af er árinu í samanburði við hliðstætt tímabil á síðustu tveimur árum.

Heildaryfirlit
Á fyrstu ellefu mánuðum ársins nam rekstrarafgangur ríkissjóðs um 9 milljörðum króna. Þetta er rúmlega 5 milljörðum króna hagstæðari niðurstaða en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Á sama tíma í fyrra nam rekstrarafgangurinn hins vegar rúmlega 16 milljörðum króna. Skýringin á minni rekstrarafgangi nú felst annars vegar í 5 milljarða króna hækkun vaxtaútgjalda ríkisins (á greiðslugrunni) milli ára, fyrst og fremst vegna sérstakrar forinnlausnar spariskírteina fyrr á þessu ári. Hins vegar eru tekjur af eignasölu 6 milljörðum króna minni í ár en á sama tíma í fyrra. Þessi tvö atriði skýra einnig að mestu leyti minni lánsfjárafgang í ár en í fyrra. Á fyrstu ellefu mánuðum ársins námu afborganir eldri lána 34,4 milljarði króna en nýjar lántökur 27,8 milljörðum. Greiðsluafkoma ríkissjóðs var því neikvæð um þrjá milljarða króna, sem er einum milljarði króna hagstæðari niðurstaða en í fyrra.


Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-nóvember
(Í milljónum króna)
          1998
          1999
          2000
          Tekjur.................................................................
          145.011
          173.494
          184.588
          Gjöld...................................................................
          142.624
          157.214
          175.616
          Tekjur umfram gjöld.......................................
          2.387
          16.279
          8.972
          Lánveitingar. nettó..........................................
          3.753
          5.433
          200
          Hreinn lánsfjárjöfnuður.................................
          6.140
          21.712
          9.172
          Greiðslur til LSR.............................................
          -
          -4.500
          -5.500
          Afborganir lána................................................
          -25.245
          -34.102
          -34.443
          Innanlands.......................................................
          -15.431
          -17.321
          -20.909
          Erlendis............................................................
          -9.814
          -16.781
          -13.534
          Lánsfjárþörf brúttó..........................................
          -19.105
          -16.890
          -30.771
          Lántökur...........................................................
          19.268
          13.117
          27.793
          Innanlands.......................................................
          19.976
          -2.577
          6.062
          Erlendis............................................................
          -708
          15.694
          21.731
          Greiðsluafkoma ríkissjóðs.............................
          163
          -3.773
          -2.978


Við samanburð á mánaðarlegum afkomutölum ríkissjóðs er rétt að hafa í huga að tekjur ríkissjóðs sveiflast mjög mikið milli mánaða, eða sem nemur að jafnaði um 5 milljörðum króna. Þessi þróun, sem einnig kemur fram í afkomutölunum, endurspeglar fyrst og fremst skil á virðisaukaskatti sem fara fram annan hvern mánuð.

Tekjur
Heildartekjur ríkissjóðs fyrstu ellefu mánuði ársins námu um 184S milljarði króna, samanborið við 173S milljarð á sama tíma í fyrra og 145 milljarða árið 1998. Hækkunin frá fyrra ári nemur aðeins 6S%, samanborið við 19S% árið áður. Að sama skapi dregur úr aukningu skatttekna milli ára, en þær hækka um 10S% fyrstu ellefu mánuði þessa árs, samanborið við 15S% hækkun í fyrra.

Þessi þróun er skýr vísbending um að þenslan í efnahagslífinu sé í rénun og endurspeglar meðal annars minni innlenda eftirspurn en í fyrra. Þessi þróun kemur glöggt fram í innflutningstölum. Síðasta ár einkenndist af mikilli innlendri eftirspurn. Áhrifa þessa gætti í auknum innflutningi sem alfarið mátti rekja til innflutnings neysluvöru. Þessi staða hefur gjörbreyst. Fyrstu tíu mánuði þessa árs hefur innflutningur aukist um 15 milljarða króna. Þar af skýrir innflutningur neysluvöru einungis hálfan milljarð króna, eða um 5%. Það sem eftir stendur stafar af innflutningi rekstrar- og fjárfestingarvöru, ekki síst olíuvörum. Þetta eru mikilvæg umskipti.


Tekjur ríkissjóðs janúar-nóvember
(Í milljónum króna)

Breyting
í %
1998
1999
2000
1998-1999
1999-2000
Skatttekjur í heild...............................
134.143
155.029
171.657
15,6
10,7
Skattar á tekjur og hagnað.............
35.160
41.780
49.656
18,8
18,9
Tekjuskattur einstaklinga.................
27.637
32.479
37.610
17,5
15,8
Tekjurskattur lögaðila......................
4.954
6.421
6.504
29,6
1,3
Skattur á fjármagnstekjur.................
2.569
2.880
5.542
12,1
92,4
Tryggingargjöld................................
14.479
15.880
17.324
9,7
9,1
Eignarskattar....................................
6.714
7.192
8.453
7,1
17,2
Skattar á vöru og þjónustu..............
77.595
89.897
95.878
15,9
6,7
Virðisaukaskattur.............................
47.401
55.663
60.993
17,4
9,6
Aðrir óbeinir skattar.........................
30.193
34.234
34.175
13,4
-0,3
Þar af:
Vörugjöld af ökutækjum.................
4.365
5.352
4.746
22,6
-11,3
Vörugjöld af bensíni.......................
6.280
6.687
6.983
6,5
4,4
Þungaskattur..................................
3.365
3.853
4.415
14,5
14,6
Áfengisgjald og hagnaður ÁTVR..
6.901
7.524
7.956
9,0
5,7
Annað.............................................
9.282
10.818
10.785
16,5
-6,9
Aðrir skattar......................................
280
692
345
147,1
-50,1
Aðrar tekjur........................................
10.869
18.464
11.832
70,0
-64,1
Tekjur alls...........................................
145.011
173.493
184.588
19,6
6,4



Þótt hækkun skatttekna sé almennt minni á þessu ári en í fyrra eru breytingar á einstökum liðum mismunandi. Þannig hækka tekjuskattar meira en veltuskattar, eða um nær 19%, samanborið við tæplega 7% hækkun almennra veltuskatta. Í þessum tölum gætir ekki síst áhrifa mikillar tekjuaukningar vegna fjármagnstekjuskatts, eða sem nemur um 92% milli ára. Tekjuskattur einstaklinga hækkar einnig umtalsvert, eða um tæplega 16%, samanborið við 17S% hækkun í fyrra. Til samanburðar má nefna að hækkun launavísitölu nam 6S% á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs, 7% á sama tíma í fyrra og 9S% árið 1998. Þessi áhrif koma einnig fram í verulegri hækkun tekna af tryggingagjaldi, þótt hún sé minni en á tekjuskatti einstaklinga. Tekjuskattur lögaðila er hins vegar nánast óbreyttur frá því í fyrra og er það í samræmi við nýlega álagningu tekjuskatts á lögaðila fyrir tekjuárið 1999 sem reyndist talsvert lægri en gert var ráð fyrir í áætlunum.

Hækkun veltuskatta svarar til um 1S-2% aukningar að raungildi það sem af er þessu ári. Þetta eru mikil umskipti frá síðasta ári, þegar raunaukning veltuskatta var 14-15%. Sérstaka athygli vekur þróun tekna af virðisaukaskatti, en þær hafa hækkað um tæplega 7% það sem af er þessu ári, eða meira en helmingi minna en á sama tíma í fyrra. Þessi þróun er gleggsta vísbendingin um stöðugt minnkandi eftirspurn í efnahagslífinu á þessu ári.

Athyglisvert er að sjá hvernig einstakir veltuskattar hafa breyst milli ára. Þannig jukust vörugjaldstekjur af ökutækjum um 23% í fyrra, en lækka á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs um tæp 11%. Þetta endurspeglar meðal annars 10% minni bílainnflutning á þessu ári. Hins vegar gætir hér einnig áhrifa lækkunar vörugjalds fyrr á árinu eins og sést af því að heildarverðmæti bílainnflutnings það sem af er ári hefur einungis lækkað um rúm 4% milli ára.

Vörugjaldstekjur af bensíni hækka um 4,5% í ár á sama tíma og innflutningsverð á bensíni hefur nær tvöfaldast. Skýringin felst í breytingu á álagningu vörugjalds á bensín í fyrravetur, úr hlutfallslegu gjaldi í fasta krónutölu. Áhrif breyttrar álagningar bensíngjalds koma glöggt fram í því að bensínverð hér innanlands væri nú um 12-13 krónum hærra á lítra ef eldri tilhögun væri enn í gildi.

Tekjur af þungaskatti aukast um 14S% á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs, eða svipað og í fyrra. Þessar tölur endurspegla meðal annars áhrif ýmissa breytinga á fyrirkomulagi þungaskatts síðastliðið vor sem skiluðu meiri tekjum en gert var ráð fyrir, ekki vegna aukinnar skattlagningar heldur vegna mikillar fjölgunar díselbifreiða og aukins aksturs. Nýlega var hins vegar ákveðið að lækka þungaskatt um 10% og kemur sú breyting til framkvæmda á næsta gjaldtímabili.

Aðrar tekjur, svo sem arðgreiðslur, vaxtatekjur og hagnaður af sölu eigna, lækka verulega milli ára, sem fyrst og fremst má rekja til minni eignasölu í ár en í fyrra.

Gjöld
Heildarútgjöld ríkissjóðs námu um 175S milljarði króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins og hækka um 18S milljarð, eða 11S%, frá sama tíma í fyrra. Rúman fjórðung þessarar hækkunar, eða um 5 milljarða, má rekja til aukinna vaxtagreiðslna, fyrst og fremst vegna sérstakrar forinnlausnar spariskírteina á þessu ári. Útgjaldahækkunin, án vaxta, nemur hins vegar um 8S% milli ára, sem er um 2% lægra en áætluð hækkun þjóðarútgjalda á sama tíma og 1S% minna en í fyrra.

Útgjöld til almennra mála hækka í heild um 13% milli ára. Sem fyrr vega greiðslur til æðstu stjórnar ríkisins þyngst, en þær hækka um 15%. Greiðslur til löggæslu, dómsmála o.fl. hækka um 12% og greiðslur til utanríkisþjónustunnar hækka um rúmlega 8%, þar sem lækkun stofnkostnaðar vegur á móti auknum rekstrarkostnaði.


Gjöld ríkissjóðs janúar-nóvember
(Í milljónum króna)
Breyting
í %
1998
1999
2000
1998-1999
1999-2000
Almenn mál.........................................
15.868
18.035
20.381
13,7
13,0
Almenn stjórn....................................
7.444
9.058
10.433
21,7
15,2
Dómgæsla og löggæsla........................
5.989
6.377
7.120
6,5
11,7
Utanríkisþjónusta..............................
2.435
2.599
2.817
6,7
8,4
Félagsmál............................................
90.973
99.130
108.521
9,0
9,5
Þar af: Mennta- og menningarmál.........
16.559
18.170
19.620
9,7
8,0
Heilbrigðismál............................
27.485
30.940
34.932
12,6
12,9
Almannatryggingamál.................
35.874
38.480
41.795
7,3
8,6
Húsn- fél. og vinnumál...............
8.897
9.066
9.470
1,9
4,5
Atvinnumál..........................................
20.290
23.071
24.137
13,7
4,6
Þar af: Landbúnaðarmál.........................
7.362
7.940
8.114
7,9
2,2
Samgöngumál..............................
9.517
11.244
11.993
18,1
6,7
Vaxtagjöld............................................
11.666
10.945
15.804
-6,2
44,4
Önnur útgjöld.....................................
3.827
6.033
6.773
57,6
12,3
Gjöld alls.............................................
142.624
157.214
175.616
10,2
11,7


Nálægt tveir þriðju hlutar af útgjöldum ríkisins það sem af er árinu, tæpir 109 milljarðar króna, runnu til ýmissa félagsmála, svo sem mennta-, menningar-, heilbrigðis- og tryggingamála. Útgjöld til þessa málaflokks hækka í heild um 9S% milli ára, en frávik einstakra viðfangsefna eru veruleg. Þannig hækka greiðslur til sjúkrahúsa, öldrunarþjónustu og sjúkratrygginga um 13% á meðan ýmsar tilfærslur, svo sem bætur almannatrygginga, hækka um 8S%. Til samanburðar má nefna að launavísitalan hefur hækkað um 6S% á sama tíma.

Útgjöld til atvinnumála hækka samtals um 4S%. Þar vegur þyngst 8% hækkun framlaga til vegamála í samræmi við vegáætlun. Á móti vegur lækkun framlaga til hafnarmála og óveruleg hækkun greiðslna til landbúnaðarmála. Reyndar hækka beingreiðslur til bænda um rúmlega 3% milli ára, en á móti vegur lækkun greiðslna vegna Jarðeigna ríkisins.

Vaxtagreiðslur hækka sem fyrr segir um tæplega 5 milljarða króna milli ára og verulega umfram forsendur fjárlaga sem skýrist af forinnlausn spariskírteina á þessu ári. Innlausnin kemur fram sem hækkun á greiðslugrunni, en fyrirframgreiðsla vaxta með þessum hætti skilar sér í minni vaxtagreiðslum síðar.

Önnur útgjöld hækka um 700 m.kr. sem skýrist að mestu af nálægt 500 m.kr. hækkun til nokkurra umhverfisverkefna, svo sem Ofanflóðasjóðs.

Lánahreyfingar
Lánveitingar ríkissjóðs, nettó, taka til greiðslna vegna veittra lána, sölu hlutabréfa og hreyfinga á viðskiptareikningum. Innheimtar afborganir umfram ný veitt lán námu 1,3 milljörðum króna í samanburði við 2,9 milljarða á sama tíma í fyrra. Verulega hefur dregið úr lánveitingum ríkissjóðs á undanförnum árum. Greiðslur af almennum viðskiptareikningum námu 6,4 milljörðum, en á móti vega 5S milljarðs króna innborganir í upphafi þessa árs vegna sölu viðskiptabanka á síðasta ári.

Þá hefur ríkissjóður ráðstafað hluta lánsfjárafgangs til greiðslu lífeyrisskuldbindinga hans hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Greiðslur til sjóðsins nema 5,5 milljörðum króna á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs, samanborðið við 4,5 milljarða á sama tíma í fyrra.

Afborganir lána ríkissjóðs námu 34S milljarði króna, sem er nær sama fjárhæð og á sama tíma í fyrra. Þar ber hæst forinnlausn spariskírteina, sem nam 10S milljarði króna. Uppkaupunum var beint að fjórum flokkum spariskírteina sem ekki voru nægilega seljanlegir á eftirmarkaði, auk þess sem stutt var eftir af líftíma þeirra. Afborganir erlendra lána námu 13,5 milljörðum króna sem er 3,3 milljörðum lægri fjárhæð en í fyrra.

Lántökur ríkisins námu um 27,8 milljörðum króna, 14,7 milljörðum meira en á sama tíma í fyrra. Þær skiptast þannig að erlendar lántökur námu 21,7 milljörðum og innlendar 6,9 milljörðum króna. Í febrúar sl. gaf ríkissjóður út skuldabréf til sjö ára að fjárhæð 200 milljónir evra og nam andvirði þeirra 14S milljarði króna sem var notað til endurgreiðslu erlendra lána. Þessu til viðbótar eru erlendar skammtímalántökur að fjárhæð 7,5 milljarðar til að mæta tímabundinni fjárþörf innan ársins. Útgáfa ríkisvíxla innanlands var tæpum milljarði lægri en innlausn, samanborið við 6 milljarða króna lækkun á sama tíma í fyrra. Þá nemur sala spariskírteina og ríkisbréfa 6,9 milljörðum króna samanborið við 3,7 milljarða í fyrra.

Nýlega var gengið til samninga við þrjár lánastofnanir um viðskiptavakt með ríkisvíxla. Samningsaðilar hafa einir heimild til þátttöku í útboðum og verða þannig jafnframt aðalmiðlarar ríkisvíxla. Tilgangur samningsins er að tryggja útgáfu ríkisvíxla og efla verðmyndun þeirra á eftirmarkaði. Ríkissjóður skuldbindur sig með samningnum til að selja í hvert skipti 3-4 milljarða króna í þremur útboðum. Gert er ráð fyrir að útistandandi stofn ríkisvíxla muni hækka á næsta ári um 4-6 milljarða króna frá því sem verður um næstu áramót.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta