Hoppa yfir valmynd
21. desember 2000 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Davíð Egilson skipaður forstjóri Hollustuverndar ríkisins

Umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, hefur ákveðið að skipa Davíð Egilson forstjóra Hollustuverndar ríkisins frá 1. janúar 2001 til 5 ára. Davíð hefur BSc gráðu í jarðfræði frá Háskóla Íslands og MSc gráðu í mannvirkjajarðfræði frá Durham háskóla í Englandi. Hann hefur víðtæka starfsreynslu á verksviði stofnunarinnar. Hann starfaði sem deildarstjóri mengunardeildar Siglingamálastofnunar ríkisins frá 1991 - 1995 og hefur starfað sem forstöðumaður Mengunarvarnasviðs sjávar hjá Hollustuvernd ríkisins frá 1995 til 1999 og sem forstöðumaður Mengunarvarnasviðs Hollustuverndar ríkisins frá 1999. Davíð hefur auk þess starfað í fjölmörgum opinberum nefndum og tekið virkan þátt í alþjóðasamstarfi bæði fyrir Hollustuvernd ríkisins og umhverfisráðuneytið.

Fréttatilkynning nr. 26/2000
Umhverfisráðuneytið


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta