Hoppa yfir valmynd
21. desember 2000 Forsætisráðuneytið

Ný skipan í orðunefnd

Frétt nr.: 29/2000

Skipan orðunefndar

Forseti Íslands hefur að tillögu forsætisráðherra skipað Jón Helgason fyrrv. ráðherra og alþingismann í orðunefnd hinnar íslensku fálkaorðu í stað Indriða G. Þorsteinssonar rithöfundar, er lést fyrr á þessu ári.

Nefndina skipa að öðru leyti: Ásgeir Pétursson fyrrv. bæjarfógeti, formaður, Hulda Valtýsdóttir blaðamaður, Sigmundur Guðbjarnason prófessor og Stefán L. Stefánsson forsetaritari, sem jafnframt er orðuritari. Varamaður er Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari.

Í Reykjavík, 21. desember 2000

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta