Ný skipan í orðunefnd
Frétt nr.: 29/2000
Skipan orðunefndar
Forseti Íslands hefur að tillögu forsætisráðherra skipað Jón Helgason fyrrv. ráðherra og alþingismann í orðunefnd hinnar íslensku fálkaorðu í stað Indriða G. Þorsteinssonar rithöfundar, er lést fyrr á þessu ári.
Nefndina skipa að öðru leyti: Ásgeir Pétursson fyrrv. bæjarfógeti, formaður, Hulda Valtýsdóttir blaðamaður, Sigmundur Guðbjarnason prófessor og Stefán L. Stefánsson forsetaritari, sem jafnframt er orðuritari. Varamaður er Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari.
Í Reykjavík, 21. desember 2000