Hoppa yfir valmynd
12. janúar 2001 Heilbrigðisráðuneytið

6. - 12. janúar 2001

Fréttapistill vikunnar
6. - 12. janúar 2001



Greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins til öryrkja samkvæmt breyttum lögum um almannatryggingar

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra mælir fyrir frumvarpi til laga um breytingar á lögum um almannatryggingar, á Alþingi í næstu viku. Starfshópur sem skipaður var að tillögu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra til að fara yfir dóm Hæstaréttar um örorkubætur og undirbúa lagabreytingar í samræmi við niðurstöður dómsins skilaði skýrslu sinni í vikunni. Í orðsendingu frá Tryggingastofnun ríkisins kemur fram að 1. febrúar verði bætur greiddar samkvæmt lögum sem Alþingi muni setja síðar í þessum mánuði. Þar kemur fram að í þeirri greiðslu verði innifalin leiðrétting vegna janúarmánaðar 2001. Leiðrétting greiðslna allt að fjórum árum aftur í tímann verður greidd í einu lagi 1. apríl nk.

Þjónustusamningur gerður við Reykjalund til fjögurra ára
Heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytið og Reykjalundur hafa gert þjónustusamning um rekstur á Reykjalundi til næstu fjögurra ára. Samkvæmt því greiðir ríkið um þrjá milljarða króna fyrir keypta þjónustu á samningstímanum, eða 751,5 milljónir króna á ári í fjögur ár og tekur samningurinn gildi 1. janúar 2001.
Nánar>

Þjónustusamningur um endurhæfingarmiðstöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra
Heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytið og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hafa gert þjónustusamning um rekstur endurhæfingarmiðstöðvar samtakanna að Háaleitisbraut 11-13 í Reykjavík.
Nánar>

Ný nefnd sem fjallar um lyfjamál
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur skipað nefnd sem fjalla skal um undanþágur frá lyfjahugtakinu og hver vítamín og steinefni teljist ekki lyf (náttúruvörur og fæðubótarefni). Nefndin er skipuð í samræmi við reglugerð nr. 735/2000. Formaður nefndarinnar er Matthías Halldórsson, aðstoðarlandlæknir.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu
12. janúar 2001

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta