Hoppa yfir valmynd
12. janúar 2001 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Reglugerð um fasteignaskatt nr. 945/2000

Hinn 1. janúar sl. tók gildi ný reglugerð um fasteignaskatt nr. 945/2000. Er henni ætlað að skýra gildandi reglur um álagningu, innheimtu og undanþágur frá fasteignaskatti, sem fram að þessu var einkum að finna í lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, með síðari breytingum. Um leið fellur úr gildi reglugerð um fasteignaskatt nr. 320/1972.

Helstu breytingar sem þessar lagabreytingar hafa í för með sér eru þær að álagningarstofn fasteignaskatts verður fasteignamat eignarinnar, en ekki uppreiknað endurstofnverð, eins og áður var. Þá er í 1. gr. reglugerðarinnar gerð sú breyting að fasteignaskattur leggst á allar fasteignir sem metnar eru í fasteignamati 31. desember á næstliðnu ári.

Jafnframt voru gerðar nokkrar breytingar á fasteignaskattskafla laga nr. 4/1995 með lögum nr. 144/2000. Var þar einkum um það að ræða að kveðið var skýrar að orði um hvaða fasteignir skulu vera í hvorum álagningarflokki a- og b-liða 3. mgr. 3. gr. laganna. Á nú að vera alveg skýrt að fasteignir í ferðaþjónustu, veiðihús og fiskeldismannvirki bera hærri álagningarprósentuna. Sömuleiðis er skýrt tekið fram að öll hlunnindi bera lægri prósentuna, sbr. Þá er að finna í 2. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 945/2000 skilgreiningu á því hvað teljist landbúnaður, en í a. lið 3. mgr. 3. gr. laganna kemur fram að útihús og mannvirki á bújörðum, sem tengd eru landbúnaði, beri lægri álagningarprósentuna. Þegar ákvæði þessi eru skoðuð í samhengi er ljóst að ef landbúnaður er ekki stundaður í þeim mæli að hann teljist þáttur í búrekstri eiga þessi mannvirki að skattleggjast í hærri flokki.

Rétt er að vekja athygli á að í reglugerð nr. 945/2000 eru tekin upp að mestu óbreytt ýmis ákvæði sem var að finna í reglugerð nr. 320/1972 sem fram að þessu hafa verið í gildi en virðist ekki hafa verið beitt í mörgum sveitarfélögum. Er í þessu sambandi sérstaklega bent á ákvæði 4. gr., varðandi húsnæði sem nýtt er með misjöfnum hætti allt árið eða hluta úr ári, og 2. mgr. 6. gr. og 8. gr., varðandi t.d. félagsheimili og annað húsnæði sem að jafnaði er undanþegið fasteignaskatti en nýtt er að hluta til skattskyldrar starfsemi. Jafnframt er tekið fram í 2. mgr. 9. gr. að sveitarstjórn leggur skatt á húsnæði samkvæmt fyrrgreindum ákvæðum miðað við not undanfarandi árs.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta