Hoppa yfir valmynd
26. janúar 2001 Dómsmálaráðuneytið

Viðbót v. skipan nefndar til úttektar á langferðabifreiðum í notkun

Fréttatilkynning



VIÐBÓT við fréttatilkynningu okkar fyrr í dag nr. 36/2000

Dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað nefnd til að gera úttekt á öllum langferðabifreiðum í notkun. Er nefndinni m.a. ætlað að huga sérstaklega að öryggisbeltum með það í huga hvort ekki sé unnt að koma fyrir slíkum búnaði í öllum langferðabifreiðum. Nefndin skal einnig huga að öðrum öryggisþáttum, svo sem sætafestingum og móta tillögur um hvaða lágmarksöryggiskröfur sé rétt að gera í þeim efnum. Nefndina skipa:

Birna Hreiðarsdóttir, deildarstjóri markaðsgæsludeildar Löggildingarstofu og er hún
jafnframt formaður nefndarinnar,
Benedikt Guðmundsson formaður félags hópferðaleyfishafa.
Lárus Sveinsson, starfsmaður Skráningarstofunnar
Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs og
Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu
Auk þess Þorleifur Þór Jónsson hagfræðingur, Samtökum Ferðaþjónustunnar



Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
29. nóvember 2000.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta