Hoppa yfir valmynd
9. febrúar 2001 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Sameiningarkosningar á næstunni

Nokkur hreyfing virðist vera á sameiningarmálum sveitarfélaga, nú þegar rúmt ár er til næstu almennu sveitarstjórnarkosninga. Á næstunni verður kosið um sameiningu á tveim stöðum á landinu, þ.e. í Rangárvallasýslu og Austur-Húnavatnssýslu.

Í Rangárvallasýslu liggur fyrir tillaga sameiningarnefndar um að sameina öll tíu sveitarfélögin í sýslunni í eitt sveitarfélag. Ef af sameiningu verður yrði þar með til eitt stærsta sveitarfélag landsins hvað flatarmál snertir. Kosningin fer fram þann 31. mars n.k. og hefst utankjörstaðaratkvæðagreiðsla þann 3. febrúar.

Í Austur-Húnavatnssýslu verður kosið um sameiningu Blönduóssbæjar og Engihlíðarhrepps þann 7. apríl n.k. og hefst utankjörstaðaratkvæðagreiðsla þann 10. febrúar.

Ef af báðum þessum sameiningum verður mun það þýða fækkun um tíu sveitarfélög á landinu öllu, en þau eru nú 122 að tölu.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum