Sameiningarkosningar á næstunni
Í Rangárvallasýslu liggur fyrir tillaga sameiningarnefndar um að sameina öll tíu sveitarfélögin í sýslunni í eitt sveitarfélag. Ef af sameiningu verður yrði þar með til eitt stærsta sveitarfélag landsins hvað flatarmál snertir. Kosningin fer fram þann 31. mars n.k. og hefst utankjörstaðaratkvæðagreiðsla þann 3. febrúar.
Í Austur-Húnavatnssýslu verður kosið um sameiningu Blönduóssbæjar og Engihlíðarhrepps þann 7. apríl n.k. og hefst utankjörstaðaratkvæðagreiðsla þann 10. febrúar.
Ef af báðum þessum sameiningum verður mun það þýða fækkun um tíu sveitarfélög á landinu öllu, en þau eru nú 122 að tölu.