Gjöf Jóns Sigurðssonar
Gjöf Jóns Sigurðssonar, úthlutun
Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar er kosin af Alþingi. Hana skipa nú Ólafur Oddsson, Ragnheiður Sigurjónsdóttir og Magdalena Sigurðardóttir.
Með auglýsingu verðlaunanefndar Gjafar Jóns Sigurðssonar, dags. 15. júní 2000, var tilkynnt, að samkvæmt reglum um sjóðinn mætti veita fé úr honum að fullnægðum nánar tilgreindum skilyrðum. (Sjá nánar í Morgunblaðinu hinn 17. og 25. júní sl.) – Alls bárust 34 erindi frá 23 aðilum. Verðlaunanefndin hefur ákveðið að úthluta fé sem hér segir:
1) Aðalgeir Kristjánsson, fyrir ritið: Nú heilsar þér á Hafnarslóð, kr. 300.000.–
2) Aðalheiður Guðmundsdóttir, vegna útgáfu á: Úlfhams rímum og Úlfhams sögu, kr. 200.000.–
3) Erna Sverrisdóttir, fyrir ritið: Orð af eldi …, kr. 200.000.–
4) Guðjón Friðriksson, fyrir þessi verk:
a) Einar Benediktsson, ævisaga, II.–III. bindi, kr. 200.000.–
b) Nýjustu fréttir! Saga fjölmiðlunar á Íslandi frá upphafi til vorra daga, kr. 200.000.–
5) Helgi Guðmundsson og Sumarliði Ísleifsson, fyrir ritið: Með framtíðina að vopni, kr. 200.000.–
6) Herdís Helgadóttir, vegna ritsins: Konur í hersetnu landi. Ísland á árunum 1940-1947, kr. 200.000.–
7) Hið íslenska bókmenntafélag (Gunnar H. Ingimundarson), vegna ritsins: Annálar 1400–1800 – Lykilbók I, mannanafnaskrá í samantekt Einars Arnalds og Eiríks Jónssonar, kr. 300.000.–
8) Jón Viðar Jónsson fyrir:
a) fræðilega útgáfu á Fjalla-Eyvindi Jóhanns Sigurjónssonar og væntanlega heildar–útgáfu á ljóðum og lausu máli skáldsins, kr. 200.000.–
b) væntanlega heildarútgáfu á leikritum Guðmundar Steinssonar, kr. 200.000.–
9) Jón Þ. Þór, vegna þessara rita:
a) Aldamót og endurreisn, kr. 200.000.–
b) væntanleg ævisaga dr. Valtýs Guðmundssonar, kr. 200.000.–.
10) Kristrún Heimisdóttir, vegna ritsins: Athugun á fullveldi Íslands, kr. 200.000.–
11) Páll Valsson, vegna þessara rita:
a) Jónas Hallgrímsson, ævisaga, kr. 300.000.–
b) væntanleg ævisaga Bjarna Thorarensens, kr. 200.000.–
12) Sigrún Pálsdóttir, vegna ritsins: Icelandic Culture in English Thought, kr. 300.000.–
13) Sigrún Sigurðardóttir, fyrir ritið: Elskuleg móðir mín …, kr. 200.000.–
14) Svanhildur Óskarsdóttir, vegna ritsins: Universal history in fourteenth century Iceland: Studies in AM 764 4to, kr. 300.000.–
15) Sögufélagið (Helgi Skúli Kjartansson og Guðmundur Jónsson), vegna útgáfu yfirlitsrits um sögu Íslands á 20. öld. Að ritinu vinna auk Helga og Guðmundar þeir Eggert Þór Bernharðsson, Guðjón Friðriksson og Gunnar Karlsson. kr. 400.000.–
16) Þorvaldur Gylfason, fyrir ritið: Viðskiptin efla alla dáð, kr. 200.000.–
17) Ættfræðifélagið (Ólafur H. Óskarsson), vegna ritsins: Manntal 1910 V–VI Reykjavík, kr. 300.000.–
Í forsætisráðuneytinu, 12. febrúar, 2001.