Hoppa yfir valmynd
25. febrúar 2001 Heilbrigðisráðuneytið

Forsíðufrétt - Nýgengi krabbameins 27mars2001


Nýgengi krabbameins
Tíðni krabbameina á Íslandi hefur aukist um 1,2% á ári frá því að regluleg skráning hófst árið 1954 en á sama tíma hafa lífslíkur þeirra sem veikjast af krabbameini batnað verulega. Tíðni krabbameins í blöðruhálskirtli hefur nær fimmfaldast og er nú orðið algengasta krabbamein karla. Brjóstakrabbamein hefur frá upphafi skráninga verið algengasta meinið meðal kvenna en er nú tvöfalt algengara en við upphaf skráninga. Tíðni magakrabbameins er nú aðeins þriðjungur af því sem áður var og er það m.a. þakkað breyttum neysluvenjum. Sama máli gegnir um leghálskrabbameins og skýrist það af leit að sjúkdómnum á forstigi. Árlega eru greind um 1.040 krabbamein hér á landi, 530 hjá körlum og 510 hjá konum. Spáð hefur verið að eftir áratug muni greinast 1.300 - 1.400 ný tilfelli af krabbameini árlega hér á landi. Þettta kemur m.a. fram í skriflegu svari heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn á Alþingi nýlega.
Svar ráðherra >

  

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta