Hoppa yfir valmynd
26. febrúar 2001 Dómsmálaráðuneytið

Ávarp dómsmálaráðherra við setningu námskeiðs í fíkniefnalöggæslu með sérstaka áherslu á fíkniefnaeftirlit á flugvöllum

Ávarp dómsmálaráðherra við setningu námskeiðs í fíkniefnalöggæslu með sérstaka áherslu á
fíkniefnaeftirlit á flugvöllum, 26.02.2001



Distinguished Ambassador,
Officials of the Drug Enforcement Administration
Ágætu lögreglumenn

Það er mér sérstök ánægja að fá tækifæri til að ávarpa ykkur í dag á þessu námskeiði um fíkniefnalöggæslu. Ég hef í ráðherratíð minni lagt mikla áherslu á að efla fíkniefnalöggæslu enda er fíkniefnavandinn eitt af alvarlegustu og erfiðustu vandamálum, sem steðja að lögreglunni og reyndar þjóðfélaginu öllu.

Fjárveitingar til þessa málaflokks hafa verið auknar verulega, til þess að berjast gegn þessari vá. Fullyrða má að hertar aðgerðir gegn fíkniefnavandanum hafi skilað verulegum árangri á þessu sviði, sem best sést af fjölda mála af stærðargráðu, sem áður voru óþekktar. Til þess að þessi barátta verði markviss verður að þjálfa og fræða þá, sem starfa að þessum málaflokki og því fagna ég mjög þessu sérnámskeiði um fíkniefnalöggæslu.

Því miður hefur orðið aukning í Evrópu á sterkari fíkniefnum, s.s kókaíni, amfetamíni og e-töflunni, og að einhverju leyti hefur þessi þróun einnig náð til Íslands. Ef þessi þróun heldur áfram mun hún hafa alvarleg áhrif í Evrópu. Evrópulöndin hafa aukið samstarf sitt gegn fíkniefnum. Lögregluyfirvöld á Íslandi koma að alþjóðastarfi í fíkniefnamálum svo sem í norrænni samvinnu en einnig í samstarfi við Interpol og aðildarríki Schengensamningsins.

Um þessar mundir er í undirbúningi samstarfssamningur Íslands við Evrópulögregluna, EUROPOL, sem við bindum miklar vonir við að skili árgangri á baráttunni við afbrot, sérstaklega skipulagða glæpastarfsemi, sem oft stendur að baki fíkniefnainnflutnings.

Nú er aðeins tæpur mánuður þar til Schengen samkomulagið gengur í gildi gagnvart Íslandi og öðrum Norðurlöndum. Í umræðunni hér á landi hefur því verið haldið fram að þátttaka í Schengen samstarfinu muni stuðla að auknu fíkniefnasmygli til landsins þar sem eftirlit með ólöglegum innflutningi á fíkniefnum frá Schengen-ríkjum muni leggjast af. Slíkar fullyrðingar eiga ekki við nein rök að styðjast og eru beinlínis rangar.

Schengen samningurinn leiðir ekki til neinna breytinga á möguleikum lögreglu til eftirlits með fíkniefnainnflutningi til landsins. Þvert á móti má segja að samningurinn leiði til hertara eftirlits á þessu sviði þar sem hann veitir íslensku lögreglunni beinan aðgang að mikilvægum lögregluupplýsingum í Schengen upplýsingakerfinu, t.d. um eftirlýsta brotamenn. Ennfremur er í samningnum lögð mikil áhersla á samstarf milli lögregluyfirvalda í aðildarríkjunum með það að meginmarkmiði að uppræta ólögleg viðskipti með fíkniefni. Slík samvinna er íslenskum lögregluyfirvöldum nauðsynleg í baráttu við skipulagða glæpastarfsemi, sem virðir engin landamæri.

Það er því sérstakt ánægjuefni fyrir mig að fá að ávarpa ykkur hér á fyrsta degi þessa námskeiðs enda hef ég lagt á það áherslu að íslenskir lögreglumenn og aðrir sem koma að landamæravörslu og tengdum málaflokkum, fái þá tilsögn og þjálfun sem unnt er að veita, svo mögulegt verði að stemma stigu við innflutningi og dreifingu á fíkniefnum.

Í kjölfar fundar sem ég átti með Janet Reno dómsmálaráðherra Bandaríkjanna í nóvember 1999 hefur komist á samvinna milli íslenskra og bandarískra lögregluyfirvalda einkum um þjálfun lögreglumanna á ýmsum sviðum. Höfum við þegar uppskorið ríkulega af því samstarfi, sem komist hefur á. Sú staðreynd að hingað séu komnir einhverjir færustu sérfræðingar Bandaríkjanna, frá sérstakri löggæslustofnun, sem heyrir undir bandarísks dómsmálaráðuneytið, Drug Enforcement Administration, er aðeins eitt dæmið um það hverju aukin samvinna okkar við bandarísk stórnvöld er að skila okkur og þakka ber sérstaklega fyrir.

Finally, I would like to take this opportunity to thank the officials of the Drug Enforcement Administration, Mr. Kevin Garver, Mr. Frank Iacona and Mr. Gary Padgett for organising this training-program for the Icelandic police. I would also like to give the Ambassabor of the Unitied States in Iceland, Ms. Barbara Griffiths, and her staff special thanks for their help in organising this training program.

I am confident that the training-program will be of great value in dealing with the difficult tasks ahead. It is a pleasure to see you come all the way to Iceland for this training-program, and I hope you are enjoying your stay in our country.

Thank you all very much for your contribution.

Góðir gestir
Ýmsir hafa lagt hönd á plóginn til að gera þetta námskeið eins vel úr garði og kostur er. Hafa starfsmenn lögregluskólans, ekki síst Eiríkur Hreinn Helgason yfirlögregluþjónn, borið hitann og þungann af undirbúningnum Vil ég þakka sérstaklega fyrir það góða starf, sem hefur verið unnið hér.

Það er von mín að þetta námskeið verði ykkur að gagni í vandasömum störfum ykkar og verði lóð á vogarskálarnar í sameiginlegri baráttu okkar gegn þeim vágesti, sem fíkniefnavandinn er.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta