Hoppa yfir valmynd
27. febrúar 2001 Matvælaráðuneytið

Viðræðurvið Akureyrarbæ um sameiningu Rarik og Norðurorku

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 5/2001






Á fundi ríkisstjórnarinnar þann 16. þ.m. var samþykkt tillaga iðnaðarráðherra um að bjóða Akureyrarbæ til viðræðna um hugsanlega sameiningu Rafmagnsveitna ríkisins og Norðurorku. Í framhaldi af samþykkt ríkisstjórnarinnar hefur iðnaðarráðherra ákveðið að skipa fjögurra manna viðræðunefnd er hafi það hlutverk að ganga til viðræðna við fulltrúa eigenda Norðurorku um hugsanlega sameiningu RARIK og Norðurorku. Í nefndina hafa eftirtaldir verið skipaðir: Þorgeir Örlygsson ráðuneytisstjóri iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta, sem jafnframt er formaður, Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis, Kristján Skarphéðinsson, skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneyti og Kristján Jónsson, rafmagnsveitustjóri. Guðjón Axel Guðjónsson, lögfræðingur, verður ritari nefndarinnar.

Í störfum sínum skal viðræðunefndin miða við að stofnað verði hlutafélag um rekstur hins sameinaða fyrirtækis í starfsumhverfi nýrra raforkulaga og að höfuðstöðvar sameinaðs fyrirtækis verði á Akureyri. Komist viðræðunefndin að sameiginlegri niðurstöðu með viðræðunefnd eigenda Norðurorku um að hagkvæmt sé að sameina fyrirtækin þá er óskað eftir að með tillögugerð viðræðunefndarinnar fylgi drög að frumvarpi til laga ásamt drögum að samrunaáætlun fyrirtækjanna.


Reykjavík, 27. febrúar 2001.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta