Hoppa yfir valmynd
6. mars 2001 Matvælaráðuneytið

Nr. 05/2001 - "Árdegið kallar - áfram liggja sporin" fundarboð.

Fréttatilkynning frá landbúnaðarráðuneytinu nr. 05/2001



"Árdegið kallar - áfram liggja sporin"



Athygli fjölmiðla er vakin á því að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra boðar til almenns umræðufundar með íbúum höfuðborgarsvæðisins um landbúnað á nýrri öld í Súlnasal Hótel Sögu í kvöld kl. 20:30.

Fundur þessi er 9. fundurinn í fundarröð landbúnaðarráðherra undir kjörorðinu: "Árdegið kallar, áfram liggja sporin."

Frummælendur á fundinum, auk landbúnaðarráðherra, eru:

· Guðmundur B. Helgason, ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu
· Sigurður Guðmundsson, landlæknir
· Baldvin Jónsson, verkefnisstjóri Áforms

Á fundinum mun landbúnaðarráðherra veita viðurkenningu aðilum sem sýnt hafa sérstakt frumkvæði í þágu landbúnaðarins.






Landbúnaðarráðuneytið,
5. mars 2001


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta