Hoppa yfir valmynd
6. mars 2001 Mennta- og barnamálaráðuneytið

UT2001 - ráðstefna um upplýsingatækni í skólastarfi

Dreifibréf til ýmissa aðila


UT2001 - ráðstefna um upplýsingatækni í skólastarfi

Menntamálaráðuneytið vill vekja athygli á ráðstefnu um upplýsingatækni í skólastarfi, UT2001, sem haldin verður í Borgarholtsskóla 9. - 10. mars nk. Yfirskrift ráðstefnunnar er "Rafræn menntun - breyttir kennsluhættir" og verður þar fjallað um það sem áunnist hefur í notkun upplýsingatækni í skólastarfi og framtíðarþróun á þessu sviði.

Fyrri dag ráðstefnunnar verður kynnt verkefnaáætlun menntamálráðuneytisins í upplýsingatækni til ársins 2003. Fjallað verður um fjarkennslu, fartölvuvæðingu, alþjóðlegar áherslur í námi, sambúð íslensku og nýrrar tækni, nýtt bókasafnskerfi sem þjóna á öllu landinu og aðgengi að gagnagrunnum.

Síðari dag ráðstefnunnar verður lögð áhersla á fartölvuvæðingu framhaldsskólanna, nýjar kennsluaðferðir í háskólum, samskiptaverkefni á Netinu, stafrænt námsefni og notkun tölva í leik- og grunnskólum. Alls flytja 103 sérfræðingar í upplýsingatækni fyrirlestra og jafnframt gefst ráðstefnugestum tækifæri til að prófa nýjungar í kennsluhugbúnaði.

Menntamálaráðuneytið hvetur alla til að nýta sér ráðstefnuna til að öðlast frekari þekkingu og yfirsýn yfir þær gagngeru breytingar sem eru að verða á almennu skólastarfi á Íslandi með þróun upplýsingatækni.

MENNT, samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla, sér um framkvæmd ráðstefnunnar. Upplýsingar er að finna á vefslóðinni www.mennt.is/ut2001. Fyrirspurnum er svarað í síma 5112660 eða í gegnum netfangið: [email protected].



(Mars 2001)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta