Hoppa yfir valmynd
16. mars 2001 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Heimasíða ráðuneytisins færð í nýjan búning

Kæri lesandi

Heimasíða félagsmálaráðuneytisins hefur tekið ákveðnum stakkaskiptum. Eins og aðrar heimasíður ráðuneytanna, hefur hún verið færð í nýjan búning og með því er stuðlað að því að þægilegra verði að afla sér upplýsinga og auðveldara að fara um síðurnar.

Heimasíða félagsmálaráðuneytisins hefur verið í markvissri uppbyggingu á síðustu árum og hefur hún þróast á jákvæðan hátt bæði hvað varðar efni og uppbyggingu. Mikið efni er tengist starfsemi ráðuneytisins er þar nú aðgengilegt fyrir almenning, svo sem upplýsingar um lög og reglugerðir, umsóknareyðublöð, úrskurðir, álit og leiðbeiningar. Lögð hefur verið áhersla á að upplýsingar um nýtt efni og fréttir af málefnum ráðuneytisins fái ákveðinn forgang á forsíðunni. Mælingar sýna að þessi heimasíða er mikið notuð og hefur það reynst mikil hvatning fyrir starfsfólk félagsmálaráðuneytisins að gera enn betur.

Í framtíðinni mun heimasíðan einnig koma til með að gegna auknu hlutverki varðandi almenna afgreiðslu ráðuneytisins eftir því sem möguleikar á rafrænni afgreiðslu vaxa. Nú er beðið eftir að samræmd löggjöf þar að lútandi taki gildi svo hægt verði að auka rafræna afgreiðslu ráðuneytisins enn frekar.

Ráðuneytið mun kappkosta að gera heimasíðuna eins aðgengilega almenningi og hægt er og tryggja að ávallt séu þar greinagóðar , gagnlegar og nýjar upplýsingar. Í því skyni eru ýmis verkefni á sviði upplýsingamála í vinnslu í ráðuneytinu til að skapa enn betri umgjörð um aðgengi að upplýsingum um málefni sem tengjast ráðuneytinu. Vonast er til að almenningur geti nýtt sér síðuna mun betur, þar sem upplýsingar verða settar fram á með heildstæðum hætti um stóra málaflokka.


Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum