Hoppa yfir valmynd
16. mars 2001 Matvælaráðuneytið

Nr. 07/2001 - Afmörkun svæða undir laxeldi.

Fréttatilkynning frá landbúnaðarráðuneytinu nr. 07/2001


Afmörkun svæða undir laxeldi



Landbúnaðarráðherra hefur að tillögu Veiðimálastjóra staðfest meðfylgjandi auglýsingu um friðunarsvæði, þar sem eldi frjórra laxa (Salmo salar) í sjókvíum er óheimilt. Fyrir liggur fagleg álitsgerð Veiðimálastofnunar um málið, umsögn dýralæknis fisksjúkdóma og tilmæli Veiðimálanefndar.

Með auglýsingu þessari eru ákveðin svæði tekin undir fiskeldi en önnur friðuð. Markaður er rammi þeirra svæða sem fiskeldi getur þróast á en jafnframt verður heimilt að vera með regnbogasilung, bleikju og ófrjóan lax víðar.

Auglýsing þessi er sett með heimild í 3. mgr. 15. gr. laga nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði með síðari breytingum og öðlast gildi við birtingu.

Meðfylgjandi eru ýmis gögn er málið varða.


Í landbúnaðarráðuneytinu, 15. mars 2001

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta