Greiðsluafkoma ríkissjóðs fyrstu tvo mánuði ársins 2001. Greinargerð 21. mars 2001
Greiðsluafkoma ríkissjóðs fyrstu tvo mánuði ársins 2001(PDF 35K)
Nú liggja fyrir tölur um afkomu ríkissjóðs eftir fyrstu tvo mánuði ársins. Uppgjörið hér á eftir sýnir sjóðshreyfingar og er sambærilegt við almenn sjóðsstreymisyfirlit. Tölurnar eru því ekki sambærilegar við ríkisreikning eða fjárlög ársins sem eru sett fram á rekstrargrunni.
Heildaryfirlit
Handbært fé frá rekstri nam 2,2 milljörðum króna á fyrstu tveim mánuðum ársins, eða 2,4 milljörðum umfram áætlun. Aukning handbærs fjár skýrist bæði af lægri gjöldum og meiri tekjum en ætlað var. Ef niðurstöður eru hins vegar bornar saman við fyrra ár er hún tæplega 3,7 milljörðum króna lakari, sem fyrst og fremst má rekja til hækkunar gjalda. Sú hækkun er þó að mestu tímabundin og skýrist af tilfærslu milli mánaða sem væntanlega gengur til baka á næstu mánuðum.
Hreinn lánsfjárafgangur nam tæplega 600 milljónum króna sem er talsvert hagstæðara en gert var ráð fyrir í áætlunum, en rúmlega 9 milljörðum minna en í fyrra. Skýringin á minni afgangi en í fyrra er, auk þess áður er nefnt, að þá voru innborgaðir 5,5 milljarðar króna vegna sölu á hlutabréfum í ríkisbönkunum á árinu 1999.
Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-febrúar 2001
(Í milljónum króna)
1998 |
1999 |
2000 |
2001 | |
Innheimtar tekjur............................................... |
25.622 |
31.706 |
36.653 |
40.070 |
Greidd gjöld....................................................... |
24.624 |
28.311 |
30.715 |
37.853 |
Handbært fé frá rekstri.................................. |
998 |
3.395 |
5.938 |
2.218 |
Fjármunahreyfingar......................................... |
1.173 |
-1.763 |
3.933 |
-1.635 |
Hreinn lánsfjárjöfnuður................................. |
2.171 |
1.132 |
9.870 |
583 |
Afborganir lána................................................ |
-866 |
-12.200 |
-10.648 |
-5.041 |
Innanlands.................................................... |
-866 |
-5.804 |
-7.360 |
-5.041 |
Erlendis......................................................... |
0 |
-6.396 |
-3.288 |
0 |
Greiðslur til LSR og LH.................................... |
0 |
-500 |
-1.000 |
-2.500 |
Lánsfjárjöfnuður, brúttó................................. |
1.305 |
-11.067 |
-1.777 |
-6.958 |
Lántökur........................................................... |
924 |
3.270 |
3.437 |
7.837 |
Innanlands.................................................... |
3.989 |
-5.804 |
-7.360 |
-5.041 |
Erlendis......................................................... |
-3.065 |
-6.396 |
-3.288 |
0 |
Greiðsluafkoma ríkissjóðs............................ |
2.329 |
-7.798 |
1.660 |
879 |
Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs voru auk þess greiddir 2,5 milljarðar króna í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins til að grynnka á framtíðarskuldbindingum ríkissjóðs, en samkvæmt fjárlögum 2001 er áformað að greiða 15 milljarða í LSR.
Greiðsluafkoma ríkissjóðs á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2001 reyndist jákvæð um tæplega 900 milljónir króna, samanborið við 1,7 milljarða króna á sama tímabili árið áður.
Tekjur
Heildartekjur ríkissjóðs námu rúmum 40 milljörðum króna á fyrstu tveim mánuðum ársins, tæpum milljarði meira en áætlað var. Tekjurnar eru um 9% hærri en fyrir ári sem þó er mun minni hækkun en á sama tíma í fyrra og hitteðfyrra. Sömu þróunar gætir í skatttekjum. Þetta eru ótvíræð merki um minnkandi eftirspurn í hagkerfinu. Þótt skattar á tekjur og hagnað aukist enn nokkuð mikið, eða um tæplega 16% frá fyrra ári, stafar það einkum af verulegri aukningu í tekjuskatti lögaðila og fjármagns-tekjuskatti, en tekjuskattur einstaklinga eykst mun minna. Ennfremur aukast tryggingagjöld aðeins um 3S% á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs sem er langt undir aukningu síðasta árs. Sama er að segja um eignarskatta sem hækka mun minna en undanfarin tvö ár.
Tekjur ríkissjóðs janúar-febrúar 2001
(Í milljónum króna)
Breyting frá fyrra ári, % | |||||||
1998 |
1999 |
2000 |
2001 |
1999 |
2000 |
2001 | |
Skatttekjur í heild............................ |
23.580 |
29.112 |
34.088 |
37.131 |
23,5% |
17,1% |
8,9% |
Skattar á tekjur og hagnað........ |
8.392 |
9.543 |
12.052 |
13.972 |
13,7% |
26,3% |
15,9% |
Tekjuskattur einstaklinga......... |
5.678 |
6.491 |
7.409 |
8.104 |
14,3% |
14,1% |
9,4% |
Tekjuskattur lögaðila................ |
696 |
660 |
917 |
1.195 |
-5,2% |
38,9% |
30,3% |
Skattur á fjármagnstekjur......... |
2.018 |
2.392 |
3.726 |
4.673 |
18,5% |
55,8% |
25,4% |
Tryggingargjöld............................. |
2.765 |
2.921 |
3.207 |
3.318 |
5,6% |
9,8% |
3,5% |
Eignarskattar................................. |
895 |
1.188 |
1.580 |
1.759 |
32,7% |
33,0% |
11,3% |
Skattar á vöru og þjónustu........... |
11.495 |
15.428 |
17.209 |
18.019 |
34,2% |
11,5% |
4,7% |
Virðisaukaskattur.......................... |
6.689 |
9.600 |
11.355 |
12.021 |
43,5% |
18,3% |
5,9% |
Aðrir óbeinir skattar...................... |
4.805 |
5.828 |
5.852 |
5.998 |
21,3% |
0,4% |
2,5% |
Þar af: |
|||||||
Vörugjöld af ökutækjum........... |
496 |
817 |
808 |
591 |
64,7% |
-1,1% |
-26,9% |
Vörugjöld af bensíni................. |
1.142 |
977 |
803 |
1.053 |
-14,4% |
-17,8% |
31,1% |
Þungaskattur............................ |
885 |
992 |
1.011 |
1.005 |
12,1% |
1,9% |
-0,6% |
Áfengisgj. og hagnaður ÁTVR.. |
954 |
1.194 |
1.093 |
1.222 |
25,2% |
-8,5% |
11,8% |
Annað....................................... |
1.328 |
1.848 |
2.137 |
2.127 |
39,2% |
15,6% |
-0,5% |
Aðrir skattar................................... |
33 |
32 |
40 |
63 |
-3,0% |
25,0% |
57,5% |
Aðrar tekjur....................................... |
2.040 |
2.595 |
2.621 |
2.937 |
27,2% |
1,0% |
12,1% |
Tekjur alls.......................................... |
25.623 |
31.706 |
36.708 |
40.070 |
23,7% |
15,8% |
9,2% |
Minni aukning virðisaukaskatts skiptir mestu fyrir heildarmyndina, enda er hann stærsti tekjuliður ríkissjóðs. Tekjur af virðisaukaskatti aukast um tæplega 6% milli ára, samanborið við 18% hækkun í fyrra og 43% árið 1999.
Gjöld
Heildargreiðslur ríkissjóðs námu um 37,9 milljörðum króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins og hækka um 7,1 milljarð frá fyrra ári, en af þeirri fjárhæð eru 2,1 milljarður vegna hærri vaxtagreiðslna. Greiðslurnar eru 1,5 milljarði innan ramma áætlunar fjárlaga. Þar sem tímabilið til umfjöllunar er aðeins tveir mánuðir má gera ráð fyrir því að frávik skýrist af tilfærslu milli mánaða.
Útgjöld til almennra mála, en þar falla undir æðsta stjórn ríkisins, dómgæsla, löggæsla o.fl., lækka samtals um rúmar 300 m.kr. eða 9,4%. Mestu munar um lægri greiðslur vegna umsýslu fasteigna, eða 170 m.kr. og er skýringin sú að leigutekjur innheimtast fyrr, og fasteignagjöld greiðast síðar en í fyrra. Þá hefur afturvirk launahækkun lögreglumanna sem kom til greiðslu í janúar 2000 áhrif á samanburð milli ára á kostnað vegna löggæslu.
Gjöld ríkissjóðs janúar-febrúar 2001
(Í milljónum króna)
Breyting í % | |||||
1999 |
2000 |
2001 |
1999-2000 |
2000-2001 | |
Almenn mál......................................... |
2.643 |
3.443 |
3.121 |
30,3 |
-9,4 |
Almenn opinber mál......................... |
1.662 |
2.097 |
1.799 |
26,2 |
-14,2 |
Löggæsla og öryggismál.................. |
981 |
1.347 |
1.322 |
37,3 |
-1,9 |
Félagsmál............................................ |
16.060 |
16.354 |
19.519 |
2,7 |
19,4 |
Þar af: Fræðslu- og menningarmál... |
4.046 |
4.159 |
4.768 |
2,8 |
14,6 |
Heilbrigðismál...................... |
6.176 |
6.051 |
7.650 |
-2,0 |
26,4 |
Almannatryggingamál........... |
5.105 |
5.256 |
6.113 |
4,5 |
16,3 |
Atvinnumál.......................................... |
3.813 |
4.343 |
5.999 |
59,1 |
38,1 |
Þar af: Landbúnaðarmál................... |
1.599 |
1.682 |
2.576 |
62,7 |
53,2 |
Samgöngumál.......................... |
1.290 |
1.590 |
1.854 |
104,9 |
16,6 |
Vaxtagreiðslur...................................... |
4.569 |
5.250 |
7.383 |
14,9 |
40,6 |
Aðrar greiðslur.................................... |
1.226 |
1.324 |
1.831 |
7,9 |
38,3 |
Greiðslur alls......................................... |
28.311 |
30.715 |
37.853 |
8,5 |
23,2 |
Helmingur af útgreiðslum á tímabilinu runnu til ýmissa félagsmála, svo sem fræðslu- menningar-, heilbrigðis- og tryggingamála. Útgjöld til þessa málaflokks hækka í heild um 3,2 milljarða króna milli ára og koma fram á öllum helstu málaflokkum. Hækkun vegna fræðslumála, 450 m.kr. skýrist að mestu af tilfærslu milli mánaða. Þær koma fram sem hækkun greiðslna til Háskóla Íslands, 130 m.kr. og Lánasjóðs íslenskra námsmanna, 100 m.kr. Þá hækka greiðslur til framhaldsskóla um 120 m.kr. sem m.a. skýrist af viðbótaryfirvinnu eftir lok verkfalls framhaldsskólakennara. Framlög til heilbrigðismála hækka um 1,6 milljarð króna sem að stæðstum hluta skýrist af greiðslum til sjúkratrygginga. Greiðslustaða Tryggingarstofnunar ríkisins batnar um einn milljarð króna sem ofmetur breytingar milli ára. Þá hækka rekstrarframlög til sjúkrahúsa um tæp 11% milli ára og skýrist rúmur helmingur hækkunarinnar af launabreytingum, en einnig af tilfærslum milli mánaða. Greiðslur almannatrygginga hækka um 850 m.kr. sem skýrist af hærri greiðslum elli- örorku- og félagslegra bóta auk tilfærslu milli mánaða. Greiðslur til Atvinnuleysistryggingasjóðs eru nær óbreyttar milli ára, enda mælist atvinnuleysi nær óbreytt milli ára, eða 1,6% á móti 1,7% á sama tíma í fyrra. Kostnaðaráhrif nýja Fæðingarorlofssjóðsins eru óveruleg enn sem komið er.
Útgjöld til atvinnumála hækka samtals um tæpa 1,7 milljarða króna, sem er 38% hækkun frá því í fyrra. Mestu munar um uppkaup ríkisins á fullvirðisrétti bænda, en 780 m.kr. eingreiðsla fór til þess verkefnis í janúar. Að frádegnum uppkaupunum hækka greiðslurnar um 20% og þar vegur hlutfallslega þyngst, 300 m.kr. hækkun til samgöngumála og niðurgreiðsla á rafhitun um tæpar 100 m.kr. sem er tvöföldun frá fyrra ári.
Vaxtagreiðslur hækka um 40%, eða tæpar 2,1 milljarð króna. Þar af hækka greiðslur vegna spariskírteina um 1,6 milljarða sem skýrist af því að stór flokkur spariskírteina kom til innlausnar í febrúar. Þá hækka greiðslur vegna erlendra skammtímalána um tæpar 300 m.kr. milli ára.
Önnur útgjöld hækka um 500 m.kr. milli ára og skýrist nær alfarið af hærri greiðslum til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Lánahreyfingar
Greiðslur fjármunahreyfinga voru 1,6 milljarðar króna en á sama tíma í fyrra námu innborganir 2,9 milljörðum. Skýring á þessum mun kemur einkum fram í því að í janúar á síðasta ári voru innborganir vegna sölu á hlutabréfum í ríkisbönkunum 5,5 milljarðar króna.
Afborganir lána ríkissjóðs námu rúmum 5 milljörðum króna og eru nær eingöngu vegna spariskírteina. Í febrúar var á innlausn flokkur spariskírteina frá árinu 1990 og voru bréf innleyst fyrir um 8,4 milljarða króna en þar af voru afborganir 4,6 milljarðar. Auk þess hafa spariskírteini verið forinnleyst í uppkaupaútboðum úr spariskírteinaflokki RIKS 02 0401 fyrir 500 m.kr. að markaðsvirði. Þar af nema afborganir 350 m.kr. Uppkaup með þessum hætti beinast að þeim flokkum spariskírteina sem ekki eru nægilega seljanlegir á eftirmarkaði.
Ákveðið hefur verið að ráðstafa hluta lánsfjárafgangs ríkissjóðs til greiðslu lífeyrisskuldbindinga hans hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Greiðslur til sjóðsins eru 2.500 m.kr. samanborið við 1.000 m.kr. í fyrra.
Lántökur ríkisins námu um 7,8 milljörðum króna. Seldir hafa verið ríkisvíxlar fyrir 2,8 milljarða króna og ríkisbréf fyrir 1,5 milljarða. Þá var dregið á erlend veltilán 3,4 milljarðar króna til að mæta tímabundini fjárþörf ríkissjóðs.