Hoppa yfir valmynd
22. mars 2001 Matvælaráðuneytið

Áskorun til bænda og búaliðs vegna gin- og klaufaveikifaraldurs

Áskorun til bænda og búaliðs.

Bændur og búalið! Verjið skepnurnar og bæinn ykkar. Enginn getur varið hann betur en þið sjálf og enginn hefur meiri ábyrgð í þeim efnum. Hleypið engum inn í fjósið, fjárhúsið eða svínahúsið á næstunni nema þeim sem eiga lögmætt og brýnt erindi og gætið þess að þeir sýni smitgát þegar farið er milli bæja. Verið sjálf góð fyrirmynd í þessum efnum. Fylgist með því og fylgið því eftir, að föt og skór sem notuð hafa verið erlendis séu þvegin og sótthreinsuð fyrir notkun hér heima. Þau séu flutt heim í lokuðum umbúðum t.d. plastpoka. Enginn, hvorki þið sjálfir né aðrir, sem verið hafa í útlöndum komi nálægt dýrum hér heima (einkum klaufdýrum) fyrr en að loknum þrifum og að loknum tilskildum tíma. Forðast skal að koma nálægt dýrum (einkum klaufdýrum) hér á landi í a.m.k. fimm daga eftir komu erlendis frá og tryggja skal að fatnaður sem notaður hefur verið erlendis sé sótthreinsaður rækilega. Líknið ef á þarf að halda, meðhöndlið með smitgát og bjargið farfuglum, sem koma frá Bretlandi en látið þá ekki inn í gripahús. Tilkynnið allt sem gæti skiptir máli til að verjast veikinni. Nánari upplýsingar fást hjá embætti yfirdýralæknis.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta