Hoppa yfir valmynd
22. mars 2001 Matvælaráðuneytið

Fyrsti fundur íslensk-rússnesku fiskveiðinefndarinnar. 22.03.01

Fundur íslensk-rússnesku fiskveiðinefndarinnar
í Reykjavík og á Akureyri, 19. - 21. mars 2001


Dagana 19. - 21. mars 2001 var haldinn í Reykjavík fyrsti fundur íslensk-rússnesku fiskveiðinefndarinnar. Nefndin var stofnuð samkvæmt samningi Íslands og Rússlands um samstarf á sviði sjávarútvegs, sem undirritaður var í apríl á síðasta ári.
Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðuneytisins, fór fyrir íslensku sendinefndinni en V.V. Galagan, varaformaður rússneska sjávarútvegsráðsins, þeirri rússnesku.
Á fundinum voru rædd sameiginleg hagsmunamál Íslands og Rússlands á sviði sjávarútvegsmála. Má þar m.a. nefna reglur varðandi veiðar íslenskra skipa í Barentshafi, eftirlit með fiskveiðum, samstarf Íslands og Rússlands á vettvangi svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarstofnana og sameiginleg verkefni fyrirtækja frá ríkjunum tveimur.
Áætlað er að halda næsta fund nefndarinnar í febrúar á næsta ári.

Sjávarútvegsráðuneytið
22. mars 20

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum