Leiðbeiningar til ferðamanna
Leiðbeiningar til ferðamanna vegna gin- og klaufaveikifaraldurs.
§ Íslendingar sem ferðast til Evrópu og annarra staða þar sem gin- og klaufaveiki hefur orðið vart eða grunur er um að svo sé, eru beðnir um að viðhafa sérstaka varúð og forðast að fara um landbúnaðarsvæði og alls ekki heim á bóndabæi.
§ Við komu til Íslands er öruggast að taka alls engin matvæli með sér til landsins og setja allan fatnað og skófatnað í þvott og hreinsun áður en hann er notaður á Íslandi. Strangt bann er við að hafa með sér til landsins hvers konar hrá matvæli, framvísa skal öllum matvælum við tollskoðun.
§ Þeir sem koma frá landbúnaðarsvæðum og bóndabæjum þar sem veikin hefur geisað eiga auk ofangreindra atriða, að láta sótthreinsa fatnað og skófatnað, forðast snertingu við dýr og koma ekki nálægt búfé hér á landi í a.m.k. fimm daga eftir heimkomu.