Hoppa yfir valmynd
23. mars 2001 Utanríkisráðuneytið

Nr. 012, 21.mars 2001 Ráðherrafundur NATO á Íslandi 2002

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 012


Ákveðið hefur verið að vorfundur utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins, NATO, verði haldinn í Reykjavík dagana 13. - 15. maí árið 2002. Utanríkisráðherrafundir NATO hafa tvisvar áður verið haldnir á Íslandi, 1968 og 1987. Vorfundir utanríkisráðherranna eru ávallt haldnir í aðildarríkjunum.
Víðtækar breytingar hafa átt sér stað í evrópsku öryggissamstarfi frá því utanríkisráðherrar bandalagsins funduðu síðast í Reykjavík. Þá voru aðildarríki bandalagsins 16 talsins og samstarf NATO við fyrrum Varsjárbandalagsríki í Mið-og Austur-Evrópu ekki hafið.
Nú er um er að ræða fjóra formlega fundi í stað eins áður. Auk fundar aðildarríkjanna, sem nú eru 19 talsins eftir að Pólland, Tékkland og Ungverjaland gerðust aðilar 1999, funda utanríkisráðherrar NATO með utanríkisráðherrum 27 samstarfsríkja bandalagsins í Evró-Atlantshafsráðinu. Einnig eiga utanríkisráðherrar NATO sérstaka fundi með utanríkisráðherra Rússlands annars vegar og utanríkisráðherra Úkraínu hins vegar. Þá er gert ráð fyrir þátttöku háttsetts fulltrúa Evrópusambandsins. Þannig munu sendinefndir 46 ríkja undir forystu utanríkisráðherra viðkomandi ríkja taka þátt í fundunum. Er því um að ræða fjórðung af öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna.
Alls er búist við um þúsund þátttakendum auk fjölda blaða-og fréttamanna. Fundurinn er langstærsta alþjóðaráðstefna sem haldin hefur verið á Íslandi.
Hjálagt er listi yfir öll ríki sem þátt taka í fundunum.





Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 21. mars 2001.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta