Hoppa yfir valmynd
28. mars 2001 Heilbrigðisráðuneytið

Forsíðufrétt - Frumvarp v. fíkniefna 28mars2001


Frumvarp um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur ákveðið að leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni. Samkvæmt ákvæðum núgildandi laga er ráðherra heimilt að takmarka innflutning, vörslu og notkun ávana- og fíkniefna, ef þau hafa verið flokkuð sem slík með alþjóðasamningum um ávana- og fíkniefni. Sífellt eru að koma fram ný ávana- og fíkniefni, sem ekki hafa verið tekin upp í alþjóðasamninga. Breytingar á slíkum samningum geta tekið langan tíma og á meðan er ekki unnt að refsa fyrir sölu og meðferð efnanna. Þannig er hætta á því að löggjafinn sé ávallt skrefi á eftir.

Frumvarpið var unnið í starfshópi sem dómsmálaráðherra skipaði og fól að fara yfir löggjöf og reglur varðandi vörslu og meðferð ávana- og fíkniefna. Hópurinn var settur á fót að tillögu Ríkissaksóknara vegna óvissu sem reis í kjölfar dóma þar sem sýknað hafði verið af ákærum þar sem refsiheimildir á þessu sviði þóttu ófullnægjandi. Af þeim sökum var ekki talið fært af ákæruvaldsins hálfu að höfða opinber mál vegna tiltekinna efna sem hafa svipuð áhrif og efnið MDMA (svokölluð alsæla). Með frumvarpinu verður ráðherra heimilt að banna hér á landi alls konar afbrigði ávana- og fíkniefna sem eru á listum með alþjóðasamningum þar um.







Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta