Hoppa yfir valmynd
28. mars 2001 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samræmd próf í 4. og 7. bekk vor 2001

Til skólastjóra og
skólanefnda grunnskóla

Samræmd próf í 4. og 7. bekk vor 2001
    Menntamálaráðherra hefur ákveðið að samræmd próf í íslensku og stærðfræði verði lögð fyrir nemendur í 4. og 7. bekk haustið 2001, sbr. 46. gr. laga nr. 66/1995 um grunnskóla.

    Prófdagar verða sem hér segir:

    Stærðfræði í 4. og 7. bekk fimmtudagur 18. október 2001 kl. 9.00-12.00
    Íslenska í 4. og 7. bekk föstudagur 19. október 2001 kl. 9.00-12.00

    Ákvörðun þessi er tekin í samráði við Námsmatsstofnun (áður Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála) sem sér um framkvæmd prófanna. Stofnunin sendir leiðbeiningar um framkvæmd prófanna til skóla fyrir skólabyrjun í haust.

    Hafa samband

    Ábending / fyrirspurn
    Ruslvörn
    Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

    Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

    Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta