Forsíðufrétt - Skýrsla ágreiningsmálanefndar 29mars20001
29. mars - Skýrsla ágreiningsmálanefndar
Nefnd sem fjallar um ágreiningsmál almennings og heilbrigðisþjónustunnar hefur sent frá sér álitsgerðir vegna áranna 1998 og 1999. Birtir eru útdrættir úr 23 álitsgerðum nefndarinnar. Samkvæmt starfsreglum ágreiningsmálanefndar ber henni að taka til meðferðar ágreiningsmál sem rísa vegna samskipta almennings og heilbrigðisþjónustunnar og vísað er til hennar. Í slíkum málum skal nefndin skila álitsgerðum, þar með talið um ætlaðan skaða á heilsu sjúklings vegna aðgerðar lækna í eða utan sjúkrastofnana, rangra aðgerða eða of seint framkvæmdra, vegna hjúkrunar eða vistunar á heilbrigðisstofnun og önnur atriði sem kærur eða kvartanir fjalla um. Í nefndinni sitja Rúnar Guðjónsson, sýslumaður í Reykjavík og er hann formaður, Kristín Björnsdóttir, dósent, og Guðmundur Pétursson, læknir. Ritari nefndarinnar er Feldís Lilja Óskarsdóttir, lögfræðingur. Álitsgerðir ágreiningsmálanefndar er að finna á heimasíðu heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytisins.
SKÝRSLAN >