Ný aflareglunefnd
Ráðherra skipar nefnd sem skoðar nýtingu einstakra fiskistofna
Sjávarútvegsráðherra hefur skipað nefnd sem hefur það verkefni að endurskoða skýrslu vinnuhóps Hafrannsóknarstofnunarinnar og Þjóðhagsstofnunar sem skilaði af sér í maí 1994, varðandi nýtingu einstakra fiskistofna. Nefndinni er ætlað að meta þann árangur sem náðst hefur í nýtingu þorsks, ýsu og rækju og líta í því sambandi m.a. til reynslu annarra þjóða. Nefndinni er einnig falið það hlutverk að skoða hvort unnt sé að ákvarða langtímanýtingu annarra nytjastofna hér við land.
Brynjólfur Bjarnason er formaður nefndarinnar en í henni sitja einnig Friðrik Már Baldursson, varaformaður, Jóhann Sigurjónsson, Gunnar Stefánsson, Þórður Friðjónsson, Sævar Gunnarsson, Ásgeir Daníelsson og Kristján Þórarinsson.