Nr. 019, 4. apríl 2001 Innfluttningsbann á íslenskum sjávarafurðum til Rússlands fellt úr gildi
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
________
Nr. 19
Rússnesk stjórnvöld tilkynntu sendiráði Íslands í Moskvu formlega í dag að innflutningsbann á íslenskum sjávarafurðum til Rússlands væri fellt úr gildi. Umrætt bann var sett á öll Evrópulönd að undanskildum fyrrum Sovétlýðveldum öðrum en Eystrasaltsríkjum 26. mars sl. Utanríkisráðuneytið og sendiráðið í Moskvu hafa frá þeim degi beitt sér fyrir því að fá banninu aflétt með vísan til sérstöðu Íslands sem eylands þar sem ekki hefur greinst gin- og klaufaveiki. Tekið er fram í tilkynningu rússneskra stjórnvalda að fallist sé á röksemdir Íslendinga.
Athygli er vakin á því að skipum sem flytja fiskafurðir frá Íslandi til Rússlands er eingöngu heimilt að sigla þangað án viðkomu í öðrum Evrópuríkjum þar sem innflutningsbann á fiskafurðum frá þeim er enn í gildi.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 4. apríl 2001.