Nr. 020, 5. apríl 2001: Eiður Guðnason, sendiherra, fer til starfa í Winnipeg í Kanda sem aðalræðismaður Íslands
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
________
Nr. 020
Utanríkisráðherra hefur ákveðið að Eiður Guðnason, sendiherra, fari til starfa í Winnipeg í Kanada, sem aðalræðismaður Íslands þar í borg. Verkefni hans verða einkum að efla og treysta menningarsamskiptin við Vestur Íslendinga og auka viðskiptatengsl Íslands við mið- og vesturfylkin í Kanada, Manitoba, Saskatchewan, Alberta og Bresku Kolumbíu. Eiður mun fara til starfa í Winnipeg í byrjun ágúst.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 5. apríl 2001.