Hoppa yfir valmynd
5. apríl 2001 Utanríkisráðuneytið

Nr. 020, 5. apríl 2001: Eiður Guðnason, sendiherra, fer til starfa í Winnipeg í Kanda sem aðalræðismaður Íslands

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 020


Utanríkisráðherra hefur ákveðið að Eiður Guðnason, sendiherra, fari til starfa í Winnipeg í Kanada, sem aðalræðismaður Íslands þar í borg. Verkefni hans verða einkum að efla og treysta menningarsamskiptin við Vestur Íslendinga og auka viðskiptatengsl Íslands við mið- og vesturfylkin í Kanada, Manitoba, Saskatchewan, Alberta og Bresku Kolumbíu. Eiður mun fara til starfa í Winnipeg í byrjun ágúst.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 5. apríl 2001.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta