Nr. 021, 5. apríl 2001: Skaðabætur til þeirra sem sættu grimmdarlegri meðferð af hálfu nasistastjórnarinnar.
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
________
Nr. 021
Utanríkisráðuneyti Þýskalands hefur beðið íslensk stjórnvöld að koma á framfæri upplýsingum um hugsanlegar skaðabætur til þeirra sem þýski herinn hneppti í þrældóm eða nauðungarvinnu í síðari heimstyrjöldinni. Þýska ríkisstjórnin og nokkur fyrirtæki í Þýskalandi hafa stofnað sérstakan sjóð, sem ætlað er að koma til móts við þá sem sannanlega sættu grimmdarlegri meðferð af hálfu nasistastjórnarinnar á stríðsárunum. Í þessu skyni hefur ríkisstjórn Þýskalands stofnað til samstarfs við nokkur alþjóðleg mannúðarsamtök og stofnanir, sem hafa tekið að sér að meta hugsanlegar kröfur. Skaðabótakröfum þarf að skila fyrir 1. ágúst á þessu ári. Nánari upplýsingar gefur alþjóðaskrifstofa utanríkisráðuneytisins í síma 560 9900.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 5. apríl 2001.