Hoppa yfir valmynd
6. apríl 2001 Matvælaráðuneytið

Veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum 06.04.01

Fréttatilkynning
um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2001.


Ráðuneytið hefur í dag gefið út meðfylgjandi reglugerð um síldveiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2001. Vakin er athygli á eftirfarandi ákvæðum reglugerðarinnar.
1. Heildarkvóti íslensku skipanna á árinu 2001 er 132.080 lestir.
2. Síldveiðar eru háðar sérstökum leyfum Fiskistofu.
3. Umsóknir um leyfi til síldveiða skulu berast Fiskistofu eigi síðar en 26. apríl 2001.
4. Aðeins þau skip sem leyfi hafa til fiskveiða í atvinnuskyni 1. maí 2001 eiga kost á síldveiðileyfi.
5. Heimilt er að hefja síldveiðar 5. maí 2001.
6. Hverju skipi sem leyfi fær til síldveiða er úthlutað tilteknu aflahámarki í síld.

Samkvæmt lögum um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum er við úthlutun aflahámarks gerður greinarmunur á þeim skipum, sem stunduðu síldveiðar á árunum 1995, 1996 og 1997 annarsvegar og hinsvegar skipum, sem ekki tóku þátt í síldveiðum á þeim árum. Af leyfilegum síldarafla koma a.m.k. 90% í hlut hinna fyrrnefndu en allt að 10% í hlut annarra skipa. Þeim hlut heildaraflans, sem kemur í hlut skipa sem stunduðu síldveiðar á árunum 1995, 1996 og 1997, er skipt milli einstakra skipa þannig að 40% er skipt jafnt en 60% á grundvelli burðargetu. Önnur skip fá aflahámark á grundvelli burðargetu en hvert skip fær þó aldrei meira í sinn hlut en sem nemur 25% af meðaltalsaflamarkinu. Þá segir í lögunum að aðeins þeim skipum, sem síldveiðar stunduðu á viðmiðunarárunum sé heimilt að framselja aflaheimildir sínar.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 5. apríl 2001.






Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum