Nr. 026, 10. apríl 2001 Útgáfa Penguin á úrvali Íslendingasagna
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
________
Nr. 026
Sendiráð Íslands í London hélt nýverið kynningu á nýrri kiljuútgáfu á vegum Penguin bókaútgáfunnar á úrvali Íslendingasagna á ensku. Eru þýðingar verksins sóttar í heildarútgáfu Íslendingasagna á ensku sem bókaútgáfa Leifs Eiríkssonar gaf út árið 1997 og markar þessi útgáfa Penguin upphaf viðamikillar útgáfu á Íslendingasögum sem fyrirtækið hyggst standa að. Jafnframt var kynnt útgáfa Penguin á yfirlitsriti eftir Jesse Byock, bandarískan prófessor og fræðimann, um sögu, samfélag og menningu Íslendinga á miðöldum.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 10. apríl 2001.