Hoppa yfir valmynd
10. apríl 2001 Utanríkisráðuneytið

Nr. 026, 10. apríl 2001 Útgáfa Penguin á úrvali Íslendingasagna

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 026


Sendiráð Íslands í London hélt nýverið kynningu á nýrri kiljuútgáfu á vegum Penguin bókaútgáfunnar á úrvali Íslendingasagna á ensku. Eru þýðingar verksins sóttar í heildarútgáfu Íslendingasagna á ensku sem bókaútgáfa Leifs Eiríkssonar gaf út árið 1997 og markar þessi útgáfa Penguin upphaf viðamikillar útgáfu á Íslendingasögum sem fyrirtækið hyggst standa að. Jafnframt var kynnt útgáfa Penguin á yfirlitsriti eftir Jesse Byock, bandarískan prófessor og fræðimann, um sögu, samfélag og menningu Íslendinga á miðöldum.




Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 10. apríl 2001.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta