Fréttatilkynning 16/2001 Benedikt Bogason skipaður héraðsdómari án fasts sætis
Fréttatilkynning
Nr. 16/ 2001
Benedikt Bogason skipaður héraðsdómari án fasts sætis
Benedikt Bogason skipaður héraðsdómari án fasts sætis
Dóms- og kirkjumálaráðherra hefur í dag, að fengnu áliti lögbundinnar dómnefndar, skipað Benedikt Bogason til þess að vera héraðsdómari án fasts sætis, en fyrsta starfstöð verður Héraðsdómur Vesturlands. Embættið er veitt frá 1. júlí 2001 að telja.
Umsækjendur um stöðuna voru 7:
Arnfríður Einarsdóttir, skrifstofustjóri
Benedikt Bogason, skrifstofustjóri,
Björn Baldursson, héraðsdómslögmaður,
Júlíus B. Georgsson, settur héraðsdómari,
Margrét Vala Kristjánsdóttir, lögfræðingur
Ragnheiður Bragadóttir, settur héraðsdómari,
Þorgerður Erlendsdóttir, settur héraðsdómari.
Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
11. apríl 2001.
11. apríl 2001.