Hoppa yfir valmynd
11. apríl 2001 Matvælaráðuneytið

Nr. 09/2001 - Skipun starfshóps um framleiðslu- og markaðsmál gróðurhúsaafurða og garðávaxta.

    Fréttatilkynning frá landbúnaðarráðuneytinu nr. 09/2001


    Skipun starfshóps
    um
    framleiðslu- og markaðsmál gróðurhúsaafurða og garðávaxta


    Að höfðu samráði við aðila vinnumarkaðarins og Bændasamtök Íslands hefur landbúnaðarráðherra ákveðið að skipa starfshóp um framleiðslu- og markaðsmál gróðurhúsaafurða og garðávaxta. Verkefni starfshópsins verði m.a. að meta starfsskilyrði, álagningu tolla og verðmyndun á gróðurhúsaafurðum og garðávöxtum við framleiðslu, heildsölu og smásölu. Þá er hópnum falið að gera tillögur til landbúnaðarráðuneytisins um það hvernig tryggja megi framleiðslumöguleika íslenskrar garðyrkju og lækka verð á gróðurhúsaafurðum og garðávöxtum til neytenda.

    Að fengnum tilnefningum áðurnefndra aðila hafa þessir aðilar í dag verið skipaðir af landbúnaðarráðherra í starfshópinn:

    Ari Edwald, framkvæmdastjóri, fulltrúi Samtaka atvinnulífsins.
    Elín Björg Jónsdóttir, formaður FOSS, fulltrúi Bandalags starfsm. ríkis og bæja.
    Kjartan Ólafsson, garðyrkjubóndi, fulltrúi Bændasamtaka Íslands.
    Kristján Bragason, framkvæmdastjóri, fulltrúi Alþýðusambands Íslands.
    Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri, fulltrúi Bændasamtaka Íslands.
    Ólafur Friðriksson, deildarstjóri, fulltrúi landbúnaðarráðuneytisins.
    Guðmundur Sigþórsson, skrifstofustjóri, fulltrúi landbúnaðarráðuneytisins og er hann jafnframt formaður starfshópsins.



Í landbúnaðarráðuneytinu,
11. apríl 2001



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta