Hoppa yfir valmynd
17. apríl 2001 Heilbrigðisráðuneytið

Forsíðufrétt - Nýr ráðherra - Jón Kristjánsson



17.04: Ráðherraskipti í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu
Jón Kristjánsson tók við lyklavöldum í heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytinu úr hendi Ingibjargar Pálmadóttur í morgun, en hún lét af störfum fyrir helgina eftir sex ára setu í stól heilbrigðisráðherra. Jón Kristjánsson er fæddur 11. júní 1942 í Stóragerði í Óslandshlíð í Skagafirði og hefur setið á Alþingi fyrir austfirðinga frá 1984, hann lauk samvinnuskólaprófi 1963, vann hjá kaupfélögum að námi loknu og haslaði sér fyrir alvöru völl á sviði stjórnmálanna um miðjan níunda áratuginn. Jón hefur verið formaður fjárlaganefndar síðustu sex árin og hefur auk þess gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum á vettvangi stjórnmálanna.




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta