Nr. 028, 17.04.2001 Lágflugsæfingar
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
________
Nr. 028
Dagana 18., 19., 20. og 23. apríl eru ráðgerðar lágflugsæfingar orrustuflugvéla á afmörkuðu lágflugssvæði yfir miðhálendi Íslands. 4 Tornado orrustuvélar þýska flughersins og 4 F-15 orrustuvélar bandaríska flughersins taka þátt í æfingunum, sem fara fram á eftirfarandi tímum:
18. apríl 09:00 - 11:00 og 13.30 - 15.30
19. apríl 09:00 - 11:00 og 13.30 - 15.30
20. apríl 09:00 - 11:00 og 13.30 - 15.30
23. apríl 09:00 - 11:00 og 13.30 - 15.30
Lágflug er einungis heimilað á þeim afskekktu svæðum þar sem almenningi, mannvirkjum og flugvélum stafar ekki hætta af. Lágflugsæfingarnar hafa verið skipulagðar í náinni samvinnu við Flugmálastjórn.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 17. apríl 2001.