Hoppa yfir valmynd
17. apríl 2001 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Nr. 11/2001. Fjármálaráðherra í Brussel

Fréttatilkynning
Nr. 11/2001


Fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, fer síðdegis í dag til Brussel í tveggja daga heimsókn. Þar mun ráðherrann eiga fund með fjármálaráðherra Belgíu, Didier Reynders, sem jafnframt er formaður svokallaðs "Evru-hóps" tólf þjóða innan Evrópusambandsins. Fjármálaráðherra mun einnig eiga fundi með tveimur framkvæmdastjórum ESB, Spánverjanum Solbes Mira sem fer með efnahags- og peningamál innan framkvæmdastjórnarinnar og Hollendingnum Frederik Bolkestein sem fer með skattamál.
Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Árnadóttir, aðstoðarmaður ráðherra, í síma 862-0028.

Fjármálaráðuneytinu, 17. apríl 2001


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum