Hoppa yfir valmynd
20. apríl 2001 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Félagsmálaráðuneytið úrskurðar um lögmæti lóðaúthlutunar í Mosfellsbæ

Hinn 17. mars 2001 kvað félagsmálaráðuneytið upp úrskurði um stjórnsýslukærur sem því höfðu borist frá umsækjendum um byggingarlóðir í Mosfellsbæ. Í úrskurðunum kemur fram að bæjarstjórn Mosfellsbæjar hafi verið óheimilt að breyta úthlutunarreglum eftir að umsóknarfrestur var liðinn með þeim hætti sem þau ákváðu að gera. Breytingin fól það í sér að aðrir umsækjendur en þeir sem búsettir voru í Mosfellsbæ árin 1990, 1995 og 2000 voru útilokaðir frá lóðaúthlutun. Taldi ráðuneytið að búsetuskilyrðið væri andstætt meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins og jafnræðisreglu 65. greinar stjórnarskrárinnar og stríddi auk þess gegn góðum stjórnsýsluháttum.

Vegna hagsmuna þeirra sem fengu úthlutað lóðum var úthlutunin þó ekki ógilt, heldur beindi ráðuneytið þeim tilmælum til bæjarstjórnar að hafnar yrðu viðræður við þá umsækjendur sem uppfylltu skilyrði samkvæmt eldri úthlutunarreglum og reynt yrði að finna lausn sem báðir aðilar gætu sætt sig við.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum