Hoppa yfir valmynd
20. apríl 2001 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Nr. 12/2001. Fundir fjármálaráðherra í Brussel

Fréttatilkynning
Nr. 12/2001


 
 
 
 
 
 
Frederik Bolkestein og Geir H. Haarde


Fundir fjármálaráðherra í Brussel

Fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, átti í gær fund með fjármálaráðherra Belgíu, Didier Reynders, og tveimur meðlimum framkvæmdastjórnar ESB þeim Frederik Bolkestein, sem fer með skattamál og málefni innri markaðarins, og Pedro Solbes Mira, sem fer með efnahags- og peningamál. Einnig átti fjármálaráðherra fund með þeim Knut Almestad, forseta Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), og William Rossier, aðalframkvæmdastjóra EFTA.

Á fundunum var staða efnahagsmála innan ESB-ríkjanna rædd svo og ýmis sérstök málefni er varða skatta og lífeyrismál. Fram kom m.a. að ýmsar breytingar eru fyrirhugaðar innan ESB á sviði skattamála, þ.á m. með það að leiðarljósi að gera atvinnu- og fyrirtækjaumhverfi ríkjanna betur samkeppnisfært.

Þá var staða evrunnar til umfjöllunar og greindi fjármálaráðherra Belgíu, sem einnig er formaður í svokölluðum evruhóp tólf þjóða innan ESB, frá stöðu þeirra mála.



Fjármálaráðuneytinu 20. apríl 2001




Hjálagt fylgja myndir af fundunum. Mynd 8 er með Bolkestein, mynd 16 með Solbes Mira og mynd 10 með þeim Rossier (á hægri hönd Geirs) og Almestad (á vinstri hönd ráðherrans).



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta