Nr. 030, 23. apríl 2001 Heimsókn varautanríkisráðherra Litháen
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
________
Nr. 030
Giedrius Cekuolis, varautanríkisráðherra Litháen, kemur til landsins í kvöld og mun á morgun eiga fundi með Halldóri Ásgrímssyni, utanríkisráðherra, embættismönnum utanríkisráðuneytis og forsætisráðuneytis, auk þess sem hann hittir fulltrúa utanríkismálanefndar Alþingis.
Megintilgangur heimsóknar Cekuolis er að leita eftir stuðningi við aðild Litháen að Atlantshafsbandalaginu og kynna með hvaða hætti unnið sé að undirbúningi aðildar landsins að því. Litháen tekur þátt í aðgerðaráætlun umsóknarríkja Atlantshafsbandalagsins, sem samþykkt var á leiðtogafundi bandalagsins í Washington 1999. Níu ríki hafa sótt um aðild að bandalaginu, þar á meðal Eystrasaltsríkin þrjú.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 23. apríl 2001.