Hoppa yfir valmynd
23. apríl 2001 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Úttekt OECD á umhverfismálum á Íslandi

Umhverfisráðherra boðar til fréttamannafundar á morgun, þriðjudaginn 24. apríl, kl. 11, í Borgartúni 6, í tilefni af útkomu úttektar OECD á umhverfismálum á Íslandi.

Á fundinum mun Joke Waller-Hunter, yfirmaður umhverfisdeildar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), fara yfir skýrslu stofnunarinnar um stöðu og framkvæmd umhverfismála á Íslandi og helstu niðurstöður og ráðleggingar stofnunarinnar. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra mun fara yfir væntanlegar aðgerðir íslenskra stjórnvalda í ljósi ráðlegginga OECD.

Þetta er í annað sinn sem OECD gerir úttekt á stöðu umhverfismála á Íslandi, en það var síðast gert árið 1993. Meðal þeirra efna sem tekin eru fyrir í úttektinni eru: Framkvæmd umhverfisstefnu, vatns- og sorpmál, landnýting og skipulag miðhálendisins, tengsl efnahagsmála og umhverfismála, samspil umhverfismála og félagslegra þátta, fiskveiðistjórnun og þátttaka Íslendinga í alþjóðlegu samstarfi í umhverfismálum.

Skýrslu OECD verður dreift á fundinum, auk íslenskrar þýðingar á niðurstöðum og tillögum stofnunarinnar.

Fréttatilkynning nr. 4/2001
Umhverfisráðuneytið


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta