Nr. 032, 26. apríl 2001: Koma Avdéev varautanríkisráðherra Rússlands
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
________
Nr. 32
Alexander A. Avdéev, varautanríkisráðherra Rússlands, kemur til Íslands í dag til viðræðna við Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra.
Tvíhliða samskipti Íslands og Rússlands, öryggismál í Evrópu og margvíslegt svæðisbundið samstarf verða efst á baugi á fundi ráðherranna. Jafnframt munu þeir ræða málefni Sameinuðu þjóðanna og önnur alþjóðamál.
Utanríkisráðherrarnir munu ennfremur undirrita samkomulag á milli Íslands og Rússlands um rannsóknir og útgáfu á skjölum er varða opinber samskipti ríkjanna. Stefnt er að því að ljúka verkinu árið 2003 þegar minnst verður 60 ára stjórnmálasambands landanna.
Í kjölfar fundarins boða ráðherrarnir til sameiginlegs blaðamannafundar er hefst kl. 09:20 föstudaginn 27. apríl í fundarsal á 2. hæð utanríkisráðuneytisins, Rauðarárstíg 25.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 26. apríl 2001.