Hoppa yfir valmynd
30. apríl 2001 Dómsmálaráðuneytið

Dómsmálaráðherra heimsækir Neyðarmóttöku Landspítala í Fossvogi

Fréttatilkynning

Nr. 17/ 2001


Í dag miðvikudaginn 2. maí mun dómsmálaráðherra, Sólveig Pétursdóttir, heimsækja og kynna sér starfsemi Neyðarmóttöku vegna nauðgunar, á slysa- og bráðadeild Landspítala-háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Tilgangurinn með heimsókninni er að fræðast um starfsemi Neyðarmóttökunnar, auk þess að fara yfir stöðu og úrræði í kynferðisbrotamálum og þróun þeirra mála hér á landi að undanförnu. Dagskráin hefst kl. 14:30 í skálaherbergi á fjórðu hæð í suðurálmu Landspítalans í Fossvogi og munu dómsmálaráðherra, Guðrún Agnarsdóttir, yfirlæknir neyðarmóttökunnar og Eyrún B. Jónsdóttir, umsjónarhjúkrunarfræðingur neyðarmóttökunnar flytja ávörp.

Ennfremur munu fulltrúar frá embættum ríkissaksóknara, ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans í Reykjavík, formaður nefndar um könnun á viðurlögum við ofbeldisbrotum o.fl., formaður nefndar til að sporna við vændi og kynferðislegri misnotkun og fulltrúar frá dómsmálaráðuneytinu kynna sér starfsemi Neyðarmóttökunnar við sama tækifæri .

Fjölmiðlum er hérmeð boðið að vera viðstaddir ávörpin.

Dómsmálaráðherra mun að lokinni dagskrá skoða húsnæði neyðarmóttökunnar.


Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
2. maí 2001.

Ávarp dómsmálaráðherra


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum